| Sf. Gutt
Hverjum hefði dottið þetta í hug? Jay Spearing er kominn aftur heim til Liverpool og er með leikheimild hjá gamla félaginu sínu.
Reyndar er Jay kominn til að vinna við þjálfun undir 18 ára liðs Liverpool. Hann kemur til með að vinna með Marc Bridge-Wilkinson og Tim Jenkins sem eru aðalþjálfarar liðsins. Hann hefur svo leikheimild upp á vasann og getur leikið með undir 21. árs liðinu. Kannski aðalliðinu líka?
Jay faddist í Liverpool 25. nóvember 1988. Hann ólst upp hjá Liverpool og komst alla leið í aðalliðið. Árið 2010 var hann í láni hjá Leicester City. Hann lék svo sem lánsmaður hjá Bolton Wanderes á leiktíðinni 2012/2013. Bolton keypti hann árið 2013 og og hann var þar til 2017. Árið 2015 var Jay í láni hjá Blackburn Rovers. Hann gekk svo til liðs við Blackpool 2017 og var þar til 2020 en þá fór hann til Tranmere Rovers. Jay lauk samningi sínum hjá Tranmere í sumar. Hann var kjörinn Leikmaður ársins hjá félaginu á leiktíðinni 2020/21. Samningur hans við Tranmere rann út í sumar og nú er hann kominn heim.
Jay Spearing lék 55 leiki með aðalliði Liverpool. Hann varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012. Jay varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2006 og 2007. Hann var fyrirliði Liverpool seinna árið.
TIL BAKA
Jay Spearing kominn heim!
Hverjum hefði dottið þetta í hug? Jay Spearing er kominn aftur heim til Liverpool og er með leikheimild hjá gamla félaginu sínu.
Reyndar er Jay kominn til að vinna við þjálfun undir 18 ára liðs Liverpool. Hann kemur til með að vinna með Marc Bridge-Wilkinson og Tim Jenkins sem eru aðalþjálfarar liðsins. Hann hefur svo leikheimild upp á vasann og getur leikið með undir 21. árs liðinu. Kannski aðalliðinu líka?
Jay faddist í Liverpool 25. nóvember 1988. Hann ólst upp hjá Liverpool og komst alla leið í aðalliðið. Árið 2010 var hann í láni hjá Leicester City. Hann lék svo sem lánsmaður hjá Bolton Wanderes á leiktíðinni 2012/2013. Bolton keypti hann árið 2013 og og hann var þar til 2017. Árið 2015 var Jay í láni hjá Blackburn Rovers. Hann gekk svo til liðs við Blackpool 2017 og var þar til 2020 en þá fór hann til Tranmere Rovers. Jay lauk samningi sínum hjá Tranmere í sumar. Hann var kjörinn Leikmaður ársins hjá félaginu á leiktíðinni 2020/21. Samningur hans við Tranmere rann út í sumar og nú er hann kominn heim.
Jay Spearing lék 55 leiki með aðalliði Liverpool. Hann varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012. Jay varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2006 og 2007. Hann var fyrirliði Liverpool seinna árið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan