| Grétar Magnússon

Leikjadagskráin komin

Rétt áðan var leikjadagskrá ensku úrvalsdeildarinnar gefin út. Liverpool byrjar tímabilið á útivelli gegn nýliðum Fulham laugardaginn 6. ágúst klukkan 11:30 að íslenskum tíma.

Hlé verður gert á deildinni í nóvember vegna HM í Katar, deildin hefst svo aftur annan dag jóla.

Eins og venjulega horfum við til leikja við stærstu liðin þegar ný dagskrá kemur og kannski aðallega Manchester United, Everton og Manchester City. Fyrsti stórleikur tímabilsins verður strax í þriðju umferð þegar Manchester United verða heimsóttir á Old Trafford, 20. eða 21. ágúst. Fyrstu helgina í september er svo útileikur við Everton á dagskrá og 17. eða 18. september útileikur við Chelsea. Í október ber helst að nefna útileik við Arsenal (8. eða 9.) og helgina þar á eftir koma Manchester City í heimsókn.

Í nóvember verða tvær umferðir leiknar, fyrstu helgina er útileikur við Tottenham og síðasti leikur fyrir HM hlé er heima gegn Southampton. Þegar deildin hefst á ný í desember er fyrsti leikur gegn Aston Villa á útivelli og á lokadegi ársins er heimaleikur við Leicester City á dagskrá. Í fyrri umferðinni eru semsagt allt útileikir við stærstu lið deildarinnar fyrir utan City.

Stórleikir á dagskrá eftir áramótin eru gegn Chelsea heima 21. janúar, Everton heima 11. febrúar, Manchester United heima 4. mars, þann 1. apríl er útileikur við Manchester City, helgina á eftir heima gegn Arsenal og lokaleikur mánaðarins er svo gegn Tottenham heima. Síðasti leikur tímabilsins verður gegn Southampton á útivelli þann 28. maí.

Annars er leikjadagskráin svona í heild sinni, vinsamlega athugið að flestar dagsetningar geta breyst vegna beinna sjónvarpsútsendinga og leikja í Evrópukeppni.

Ágúst

Laugardagur 6 (11.30) – Fulham (ú)

Laugardagur 13 – Crystal Palace (h)

Laugardagur 20 – Manchester United (ú)

Laugardagur 27 – Bournemouth (h)

Miðvikudagur 31 (19:00) – Newcastle United (h)

September

Laugardagur 3 – Everton (ú)

Laugardagur 10 – Wolverhampton Wanderers (h)

Laugardagur 17 – Chelsea (ú)

Október

Laugardagur 1 – Brighton & Hove Albion (h)

Laugardagur 8 – Arsenal (ú)

Laugardagur 15 – Manchester City (h)

Miðvikudagur 19 (19:00) – West Ham United (h)

Laugardagur 22 – Nottingham Forest (ú)

Laugardagur 29 – Leeds United (h)

Nóvember

Laugardagur 5 – Tottenham Hotspur (ú)

Laugardagur 12 – Southampton (h)

Desember

Mánudagur 26 – Aston Villa (ú)

Laugardagur 31 – Leicester City (h)

Janúar

Mánudagur 2 – Brentford (ú)

Laugardagur 14 – Brighton & Hove Albion (ú)

Laugardagur 21 – Chelsea (h)

Febrúar

Laugardagur 4 – Wolverhampton Wanderers (ú)

Laugardagur 11 – Everton (h)

Laugardagur 18 – Newcastle United (ú)

Laugardagur 25 – Crystal Palace (ú)

Mars

Laugardagur 4 – Manchester United (h)

Laugardagur 11 – Bournemouth (ú)

Laugardagur 18 – Fulham (h)

Apríl

Laugardagur 1 – Manchester City (ú)

Laugardagur 8 – Arsenal (h)

Laugardagur 15 – Leeds United (ú)

Laugardagur 22 – Nottingham Forest (h)

Þriðjudagur 25 (19.45) – West Ham United (ú)

Laugardagur 29 – Tottenham Hotspur (h)

Maí

Laugardagur 6 – Brentford (h)

Laugardagur 13 – Leicester City (ú)

Laugardagur 20 – Aston Villa (h)

Sunnudagur 28 (16:00) – Southampton (ú)


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan