| Grétar Magnússon

Leikið um Samfélagsskjöldinn

Næsta tímabil mun hefjast í fyrra fallinu og er ástæðan sú að HM fer nú fram á miðju tímabili. Fyrsti leikurinn hefur verið staðfestur og fer hann fram laugardaginn 30. júlí.

Eins og venja er leika Englandsmeistarar og FA bikarmeistarar um Samfélagsskjöldinn og markar það upphaf nýs leiktímabils á Englandi. Okkar menn unnu sér inn þátttökurétt í leiknum með því að vinna FA bikarinn og mótherjinn er auðvitað Manchester City.

Leikurinn fer fram laugardaginn 30. júlí á King Power leikvanginum í Leicester og hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Ekki verður leikið á Wembley að þessu sinni þar sem úrslitaleikur Evrópukeppni landsliða kvenna fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga sömu helgi.

Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir fyrsta leik tímabilsins og nú er biðin styttri en vant er, sem er gott mál. Enska úrvalsdeildin hefst svo helgina þar á eftir, semsagt 5.-7. ágúst og leikjadagskráin fyrir tímabilið verður gefin út fimmtudaginn 16. júní eða nánar tiltekið eftir rétt rúmlega tvær vikur.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan