| Sf. Gutt

Niðurtalning - 3. kapítuli


Það styttist! Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Liverpool og Chelsea leiða saman hesta sína í F.A. bikarnum. Þetta verður annar úrslitaleikur liðanna í keppninni.

+ Liverpool og Chelsea hafa 11 sinnum lent saman í F.A. bikarnum frá upphafi vega.

+ Liverpool hefur fjórum sinnum haft betur en Chelsea í sjö skipti.

+ Liðin hafa tvívegis mæst í undanúrslitum og hafði Liverpool betur í bæði skiptin 2:1. Fyrst 1965 og svo 2006.



+ Liðin léku til úrslita í F.A. bikarnum 2012. Chelsea vann þann leik 2:1.


+ Liðin tvívegis leikið til úrslita um Deildarbikarinn. Fyrst 2005 þegar Chelsea vann 3:2 eftir framlengingu í Cardiff og svo nú aftur í ár Þegar Liverpool vann 11:10 eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.

+ Liverpool og Chelsea hafa einu sinni leikið um Góðgerðarskjöldinn. Liverpool vann 2:1 árið 2006 þegar liðin mættust í Cardiff. John Arne Riise og Peter Crouch skoruðu mörkin. 

+ Liðin léku svo um Stórbikar Evrópu í Istanbúl 2019. Liverpool vann þá 5:4 í vítaspyrnukeppni eftir 2:2 jafntefli. 


+ Chelsea hefur átta sinnum unnið F.A. bikarinn, 1970, 1997, 2000, 2007, 2009, 2010, 2012 og 2018. 

+ F.A. bikarinn hefur einu sinni unnist af liði utan Englands. Cardiff City vann bikarinn 1927 þegar þeir lögðu Arsenal í úrslitum 1:0.


+ Liverpool komst í úrslitaleikinn með því að leggja Manchester City að velli 3:2 á Wembley. Chelsea komst í úrslit eftir 2:0 sigur á Cystal Palace.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan