| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Fyrri leikur undanúrslita Meistaradeildar er á dagskránni annaðkvöld. Spænska félagið Villarreal mætir á Anfield og hefst leikurinn klukkan 19:00.
Eins og venjulega byrjum við á fréttum af leikmannahópnum. Jürgen Klopp upplýsti þar um stöðu mála og sagði í raun að ekkert nýtt væri að frétta af meiðslum. Enginn hefði kennt sér meins eftir nágrannaslaginn við Everton og Roberto Firmino er enn ekki klár í slaginn en hann færist óðum nær því að koma til baka. As you were eins og enskir myndu segja. Hjá gestunum í Villarreal er ekki mikið um meiðsli heldur en þeir eru þó að bíða og vona að framherjinn Gerard Moreno nái sér í tæka tíð af meiðslum aftan í læri. Unai Emery, stjóri Villarreal, sagði að Moreno væri á góðri leið og alveg eins líklegt að hann geti spilað. En það er ljóst að Yeremy Pino verður ekki með vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af fyrrum leikmanni Liverpool, Alberto Moreno, sem meiddist illa í mars og grætur sennilega sárast allra leikmanna félagsins að geta ekki spilað þennan leik. Að öðru leyti eru helstu kanónur Spánverjanna tilbúnar í stórleikinn.
Liðin hafa ekki oft leitt saman hesta sína í Evrópukeppni í sögunni og í raun eru aðeins tveir alvöru keppnisleikir til í þessari stuttu sögu. Líkt og nú var um undanúrslitaleiki að ræða og þá í Evrópudeildinni árið 2016. Þetta var fyrsta tímabil Klopp með liðið, eins og við öll væntanlega munum tókst að vinna sigur samanlagt 3-1 þar sem fyrri leikurinn tapaðist á Spáni 1-0. Seinni leikurinn fór 3-0 á Anfield og auðvitað var Evrópu stemmningin eins og hún gerist best á því ágæta kveldi. Unai Emery kom svo við sögu í þessari vegferð okkar manna þegar mótherjinn í úrslitaleiknum var Sevilla. Við skulum ekkert rifja upp hvernig það fór alltsaman en það er gaman að minnast á ummæli Jordan Henderson á blaðamannafundi fyrir þennan leik þar sem hann minntist kvöldsins eftir leikinn. Henderson sagði að allir hafi auðvitað verið mjög leiðir með úrslitin, viljað fara beint uppá hótelherbergi og tala helst ekki við neinn. En Klopp hafði aðrar hugmyndir og hóaði alla saman á hótelbarinn þar sem menn rifu sig upp og höfðu smá gaman. Þarna sagði fyrirliðinn að hann hefði enn betur séð að eitthvað annað var spunnið í Klopp og að stjórinn hafi þarna áttað sig á því að þetta væri byrjunin á vegferð sem gæti leitt félagið til fleirri úrslitaleikja og bikara. Við vitum auðvitað öll söguna síðan þá.
Líklegt byrjunarlið Liverpool í þessum leik er á þessa leið: Alisson í markinu, Robertson og Alexander-Arnold bakverðir með Konaté og van Dijk sem miðverði. Á miðjunni verða þeir Fabinho, Thiago og Henderson og fremstu þrír verða Mané, Salah og Jota. Sjáum til hvort þetta sé gott gisk en auðvitað gæti t.d. Luis Díaz komið inn og jafnvel Keita á miðjuna.
Villarreal hafa svo sannarlega komið á óvart í útsláttarkeppninni og fáir bjuggust við því að þeir myndu komast áfram gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum. Þeir slógu Juventus út í 16-liða úrslitum, sem kom nú líka á óvart, þar sem fyrri leikurinn endaði jafn á Spáni 1-1. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-3. Gegn Bayern Munchen sigruðu þeir fyrri leikinn heima 1-0, í seinni leiknum stóðust þeir áhlaup Þjóðverjanna og þrátt fyrir að lenda undir tókst þeim að jafna metin seint í leiknum. Þar sýndi og sannaði Unai Emery hvers hann er megnugur í Evrópukeppni. Spánverjinn er taktískt mjög góður og hann virðist ávallt ná að stilla sitt lið þannig að þeir ná að knýja fram úrslit þegar á þarf að halda. Þetta er kannski ekki sú mynd sem við höfum af honum eftir stjórnartíð hans hjá Arsenal en saga hans í Evrópukeppni segir sína sögu. Með Sevilla vann hann Evrópudeildina þrjú ár í röð, 2014, 15 og 16. Hann fór einnig alla leið í Evrópudeildinni með Arsenal árið 2019 en þar tapaði liðið fyrir Chelsea í úrslitaleik. Í fyrra komst hann svo enn og aftur í úrslitaleik keppninnar með Villarreal og á leðinni þangað vannst sigur á Arsenal í undanúrslitum. Mótherjinn í úrslitunum var Manchester United og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit eftir 1-1 jafntefli og framlengdan leik, Emery stóð enn og aftur uppi sem sigurvegari. En við skulum nú ekki láta þessa sigurgöngu hans í "hinni" Evrópukeppninni hafa áhrif á okkur því við vitum öll að Jürgen Klopp er við stjórnvölinn hjá Liverpool og þar mætir Emery vonandi ofjarl sínum.
Spáin að þessu sinni er sú að Evrópukvöld á Anfield stendur undir væntingum og Liverpool vinna 2-0 sigur. Það verður erfitt að brjóta þá gulu á bak aftur og bæði mörkin koma í seinni hálfleik. Svo er bara spurning hvort spáin rætist, ef það gerist þá er önnur spurning hvort það forskot dugi til að komast alla leið í úrslitaleikinn í París þann 28. maí næstkomandi.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í Meistaradeildinni með átta mörk það sem af er.
- Arnaut Danjuma er markahæstur hjá Villarreal með sex mörk.
- Liverpool eru í undanúrslitum Meistaradeildar í 12. sinn sem er jöfnun á meti breskra félaga í keppninni.
- Níu sinnum hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn.
- Tvisvar sinnum hefur það mistekist. Árið 1965 gegn Inter Milan og 2008 gegn Chelsea.
- Liverpool hafa aðeins tapað einum undanúrslitaleik á Anfield í sögunni. Það gerðist árið 1971 gegn Leeds í Fairs Cup. 15 leikir hafa unnist og þrír endað jafnir.
- Ibrahima Konaté gæti orðið fyrsti varnarmaðurinn í sögu félagsins til að skora í þrem Evrópuleikjum í röð.
- Alisson Becker hefur spilað allar mínúturnar í Meistaradeildinni á tímabilinu.
- Ef Liverpool vinnur verður það 43. sigur liðsins á tímabilinu og jafnar félagið þá metið sem var sett tímabilið 2019-20 (vítaspyrnukeppnir meðtaldar).
- Villarreal hafa unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum í Evrópukeppni.
- Gengi þeirra gegn enskum liðum er nokkuð jafnt en í 21 leik hefur liðið unnið sex, gert sjö jafntefli og tapað átta leikjum.
- Trent Alexander-Arnold gæti spilað sinn 220. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Eins og venjulega byrjum við á fréttum af leikmannahópnum. Jürgen Klopp upplýsti þar um stöðu mála og sagði í raun að ekkert nýtt væri að frétta af meiðslum. Enginn hefði kennt sér meins eftir nágrannaslaginn við Everton og Roberto Firmino er enn ekki klár í slaginn en hann færist óðum nær því að koma til baka. As you were eins og enskir myndu segja. Hjá gestunum í Villarreal er ekki mikið um meiðsli heldur en þeir eru þó að bíða og vona að framherjinn Gerard Moreno nái sér í tæka tíð af meiðslum aftan í læri. Unai Emery, stjóri Villarreal, sagði að Moreno væri á góðri leið og alveg eins líklegt að hann geti spilað. En það er ljóst að Yeremy Pino verður ekki með vegna meiðsla og sömu sögu er að segja af fyrrum leikmanni Liverpool, Alberto Moreno, sem meiddist illa í mars og grætur sennilega sárast allra leikmanna félagsins að geta ekki spilað þennan leik. Að öðru leyti eru helstu kanónur Spánverjanna tilbúnar í stórleikinn.
Liðin hafa ekki oft leitt saman hesta sína í Evrópukeppni í sögunni og í raun eru aðeins tveir alvöru keppnisleikir til í þessari stuttu sögu. Líkt og nú var um undanúrslitaleiki að ræða og þá í Evrópudeildinni árið 2016. Þetta var fyrsta tímabil Klopp með liðið, eins og við öll væntanlega munum tókst að vinna sigur samanlagt 3-1 þar sem fyrri leikurinn tapaðist á Spáni 1-0. Seinni leikurinn fór 3-0 á Anfield og auðvitað var Evrópu stemmningin eins og hún gerist best á því ágæta kveldi. Unai Emery kom svo við sögu í þessari vegferð okkar manna þegar mótherjinn í úrslitaleiknum var Sevilla. Við skulum ekkert rifja upp hvernig það fór alltsaman en það er gaman að minnast á ummæli Jordan Henderson á blaðamannafundi fyrir þennan leik þar sem hann minntist kvöldsins eftir leikinn. Henderson sagði að allir hafi auðvitað verið mjög leiðir með úrslitin, viljað fara beint uppá hótelherbergi og tala helst ekki við neinn. En Klopp hafði aðrar hugmyndir og hóaði alla saman á hótelbarinn þar sem menn rifu sig upp og höfðu smá gaman. Þarna sagði fyrirliðinn að hann hefði enn betur séð að eitthvað annað var spunnið í Klopp og að stjórinn hafi þarna áttað sig á því að þetta væri byrjunin á vegferð sem gæti leitt félagið til fleirri úrslitaleikja og bikara. Við vitum auðvitað öll söguna síðan þá.
Líklegt byrjunarlið Liverpool í þessum leik er á þessa leið: Alisson í markinu, Robertson og Alexander-Arnold bakverðir með Konaté og van Dijk sem miðverði. Á miðjunni verða þeir Fabinho, Thiago og Henderson og fremstu þrír verða Mané, Salah og Jota. Sjáum til hvort þetta sé gott gisk en auðvitað gæti t.d. Luis Díaz komið inn og jafnvel Keita á miðjuna.
Villarreal hafa svo sannarlega komið á óvart í útsláttarkeppninni og fáir bjuggust við því að þeir myndu komast áfram gegn Bayern Munchen í 8-liða úrslitum. Þeir slógu Juventus út í 16-liða úrslitum, sem kom nú líka á óvart, þar sem fyrri leikurinn endaði jafn á Spáni 1-1. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-3. Gegn Bayern Munchen sigruðu þeir fyrri leikinn heima 1-0, í seinni leiknum stóðust þeir áhlaup Þjóðverjanna og þrátt fyrir að lenda undir tókst þeim að jafna metin seint í leiknum. Þar sýndi og sannaði Unai Emery hvers hann er megnugur í Evrópukeppni. Spánverjinn er taktískt mjög góður og hann virðist ávallt ná að stilla sitt lið þannig að þeir ná að knýja fram úrslit þegar á þarf að halda. Þetta er kannski ekki sú mynd sem við höfum af honum eftir stjórnartíð hans hjá Arsenal en saga hans í Evrópukeppni segir sína sögu. Með Sevilla vann hann Evrópudeildina þrjú ár í röð, 2014, 15 og 16. Hann fór einnig alla leið í Evrópudeildinni með Arsenal árið 2019 en þar tapaði liðið fyrir Chelsea í úrslitaleik. Í fyrra komst hann svo enn og aftur í úrslitaleik keppninnar með Villarreal og á leðinni þangað vannst sigur á Arsenal í undanúrslitum. Mótherjinn í úrslitunum var Manchester United og vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit eftir 1-1 jafntefli og framlengdan leik, Emery stóð enn og aftur uppi sem sigurvegari. En við skulum nú ekki láta þessa sigurgöngu hans í "hinni" Evrópukeppninni hafa áhrif á okkur því við vitum öll að Jürgen Klopp er við stjórnvölinn hjá Liverpool og þar mætir Emery vonandi ofjarl sínum.
Spáin að þessu sinni er sú að Evrópukvöld á Anfield stendur undir væntingum og Liverpool vinna 2-0 sigur. Það verður erfitt að brjóta þá gulu á bak aftur og bæði mörkin koma í seinni hálfleik. Svo er bara spurning hvort spáin rætist, ef það gerist þá er önnur spurning hvort það forskot dugi til að komast alla leið í úrslitaleikinn í París þann 28. maí næstkomandi.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í Meistaradeildinni með átta mörk það sem af er.
- Arnaut Danjuma er markahæstur hjá Villarreal með sex mörk.
- Liverpool eru í undanúrslitum Meistaradeildar í 12. sinn sem er jöfnun á meti breskra félaga í keppninni.
- Níu sinnum hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn.
- Tvisvar sinnum hefur það mistekist. Árið 1965 gegn Inter Milan og 2008 gegn Chelsea.
- Liverpool hafa aðeins tapað einum undanúrslitaleik á Anfield í sögunni. Það gerðist árið 1971 gegn Leeds í Fairs Cup. 15 leikir hafa unnist og þrír endað jafnir.
- Ibrahima Konaté gæti orðið fyrsti varnarmaðurinn í sögu félagsins til að skora í þrem Evrópuleikjum í röð.
- Alisson Becker hefur spilað allar mínúturnar í Meistaradeildinni á tímabilinu.
- Ef Liverpool vinnur verður það 43. sigur liðsins á tímabilinu og jafnar félagið þá metið sem var sett tímabilið 2019-20 (vítaspyrnukeppnir meðtaldar).
- Villarreal hafa unnið fjóra af síðustu fimm útileikjum sínum í Evrópukeppni.
- Gengi þeirra gegn enskum liðum er nokkuð jafnt en í 21 leik hefur liðið unnið sex, gert sjö jafntefli og tapað átta leikjum.
- Trent Alexander-Arnold gæti spilað sinn 220. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan