| Sf. Gutt

Það var tilfinningaþrungin stund á sjöundu mínútu leiks Liverpool og Manchester United þegar stuðningsmenn beggja liða risu úr sætum og klöppuðu til að sýna Cristiano Ronaldo, leikmanni Manchester United, og fjölskyldu hans samhug. Cristiano og kona hans Georgina Rodríguez áttu von á tvíburum um páskana. Sonur þeirra lést við fæðinguna en dóttir lifði. Stuðningsmenn Liverpool gerðu gott betur en að klappa því þeir sungu líka You'll never walk alone.
Cristiano Ronaldo sendi í gær frá sér þakkir á Instagram síðu sinni með þessum orðum. ,,Einn heimur... Ein íþrótt... Ein alþjóðafjölskylda... Takk, Anfield. Ég og fjölskylda mín munum aldrei gleyma þessu augnabliki sem markaðist af virðingu og samúð."
Áður höfðu systur Cristiano, Elma og Kaita, þakkað Liverpool og stuðningsmönnum félagsins opinberlega fyrir að sýna bróður sínum þennan samhug. Elma sendi þetta frá sér. ,,Takk fyrir þetta Liverpool. Við munum aldrei gleyma því sem þið gerðuð í dag." Skilaboðin sem Kaita sendi frá sér voru þessi. ,,Þetta náði langt út fyrir knattspyrnuna."
Hér má sjá myndskeið af því þegar klappað var fyrir Cristiano og fjölskyldu hans. Þetta er tekið af Mbl.is.
TIL BAKA
Takk Anfield!

Það var tilfinningaþrungin stund á sjöundu mínútu leiks Liverpool og Manchester United þegar stuðningsmenn beggja liða risu úr sætum og klöppuðu til að sýna Cristiano Ronaldo, leikmanni Manchester United, og fjölskyldu hans samhug. Cristiano og kona hans Georgina Rodríguez áttu von á tvíburum um páskana. Sonur þeirra lést við fæðinguna en dóttir lifði. Stuðningsmenn Liverpool gerðu gott betur en að klappa því þeir sungu líka You'll never walk alone.
Cristiano Ronaldo sendi í gær frá sér þakkir á Instagram síðu sinni með þessum orðum. ,,Einn heimur... Ein íþrótt... Ein alþjóðafjölskylda... Takk, Anfield. Ég og fjölskylda mín munum aldrei gleyma þessu augnabliki sem markaðist af virðingu og samúð."
Áður höfðu systur Cristiano, Elma og Kaita, þakkað Liverpool og stuðningsmönnum félagsins opinberlega fyrir að sýna bróður sínum þennan samhug. Elma sendi þetta frá sér. ,,Takk fyrir þetta Liverpool. Við munum aldrei gleyma því sem þið gerðuð í dag." Skilaboðin sem Kaita sendi frá sér voru þessi. ,,Þetta náði langt út fyrir knattspyrnuna."
Hér má sjá myndskeið af því þegar klappað var fyrir Cristiano og fjölskyldu hans. Þetta er tekið af Mbl.is.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan