| Sf. Gutt
Svo því sé nú haldið til haga þá var Nathaniel Phillips lánaður í gær. Hann fer til liðs sem er að berjast um að komast upp í efstu deild.
Nathaniel var lánaður til Bournemouth sem er í toppbaráttu næst efstu deildar. Liverpool fær 1,5 milljón sterlingspunda í lánsgreiðslu. Að auki bætast við 250.000 í hlut Liverpool ef Bournemouth kemst upp í efstu deild í vor. Býsna góður samningur fyrir Liverpool.
Nathaniel, sem verður 25 ára í næsta mánuði, ólst upp hjá Bolton Wanderes en kom til Liverpool 2016. Hann var lánsmaður hjá þýska liðinu Stuttgart á leiktíðinni 2019/20. Það keppnistímabil komst Stuttgart upp í efstu deild.
Nathaniel Phillips lék stórt hlutverk á lokakafla síðasta keppnistímabils hjá Liverpool þegar hann var miðvörður við hlið Rhys Williams þegar allir reyndustu miðverðir Liverpool voru meiddir. Hann er aðeins búinn að spila þrjá leiki á þessu keppnistímabili en alls hefur hann leikið 24 leiki með Liverpool og skorað eitt mark.
Nokkur félög í efstu deild höfðu áhuga á að kaupa Nathaniel í síðasta mánuði en Liverpool vildi ekki selja nema fyrir vissa upphæð. Sem sagt ekkert félag bauð nógu hátt og því er hann ennþá leikmaður Liverpool þó hann verði í láni út þetta keppnistímabil.
Nathaniel Phillips sagðist, á Instagram síðu sinni, vera hæstánægður með að vera kominn til Bournemouth og ekki geta beðið eftir að byrja að spila fyrir hönd félagsins. Hann endaði svo á þessum fallegu orðum. ,,Ég óska Liverpool alls hins besta það sem eftir er af þessu keppnistímabili."
TIL BAKA
Nathaniel Phillips lánaður

Svo því sé nú haldið til haga þá var Nathaniel Phillips lánaður í gær. Hann fer til liðs sem er að berjast um að komast upp í efstu deild.
Nathaniel var lánaður til Bournemouth sem er í toppbaráttu næst efstu deildar. Liverpool fær 1,5 milljón sterlingspunda í lánsgreiðslu. Að auki bætast við 250.000 í hlut Liverpool ef Bournemouth kemst upp í efstu deild í vor. Býsna góður samningur fyrir Liverpool.

Nathaniel, sem verður 25 ára í næsta mánuði, ólst upp hjá Bolton Wanderes en kom til Liverpool 2016. Hann var lánsmaður hjá þýska liðinu Stuttgart á leiktíðinni 2019/20. Það keppnistímabil komst Stuttgart upp í efstu deild.

Nathaniel Phillips lék stórt hlutverk á lokakafla síðasta keppnistímabils hjá Liverpool þegar hann var miðvörður við hlið Rhys Williams þegar allir reyndustu miðverðir Liverpool voru meiddir. Hann er aðeins búinn að spila þrjá leiki á þessu keppnistímabili en alls hefur hann leikið 24 leiki með Liverpool og skorað eitt mark.
Nokkur félög í efstu deild höfðu áhuga á að kaupa Nathaniel í síðasta mánuði en Liverpool vildi ekki selja nema fyrir vissa upphæð. Sem sagt ekkert félag bauð nógu hátt og því er hann ennþá leikmaður Liverpool þó hann verði í láni út þetta keppnistímabil.
Nathaniel Phillips sagðist, á Instagram síðu sinni, vera hæstánægður með að vera kominn til Bournemouth og ekki geta beðið eftir að byrja að spila fyrir hönd félagsins. Hann endaði svo á þessum fallegu orðum. ,,Ég óska Liverpool alls hins besta það sem eftir er af þessu keppnistímabili."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu
Fréttageymslan