| Sf. Gutt

Steven heilsar og kveður


Steven Gerrard kvaddi Rangers og heilsaði Aston Villa þegar hann hafði vistaskipti á dögunum. Hann kvaddi Rangers með fögrum orðum. 

,,Mig langar að þakka öllum þeim sem tengjast Glasgow Rangers af öllu mínu hjarta. Sérstaklega stuðningsmönnnunum fyrir þá ást og þann stuðning sem þeir hafa sýnt mér á meðan á dvöl minni í Skotlandi hefur staðið. Að vinna þann 55. mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þið allir áttuð ykkar þátt í þeim titli og það eiga eftir að koma fleiri titlar. Trúið mér."

,,Ég vona að með tíð og tíma geti þið öðlast skilning og náið að sættast við þá ákvörðun mína að færa mig um set. En sannleikurinn er sá að ég varð ástfanginn af félaginu og mun alltaf fylgjast með gengi þess."

,,Einu sinni Ranger, alltaf Ranger!"


Um leið og Steven kvaddi Rangers heilsaði hann Aston Villa meðal annars með þessum orðum. 

,,Saga Aston Villa er merk og félagið á sér sterka hefð í ensku knattspyrnunni. Ég er geysilega stoltur yfir því að vera orðinn nýr yfirþjálfari félagsins."

Þá er að sjá hvernig Steven Gerrard gengur að koma liði í fallbaráttu á rétta braut. Liðið sem hann fór frá er í efsta sæti í sinni deild!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan