| Grétar Magnússon

Landsleikir

Leikdegi tvö í þessari landsleikjahrinu er lokið og við rennum yfir gengi leikmanna Liverpool í þeim.

Jordan Henderson spilaði allan leikinn fyrir Englendinga í 5-0 sigri á Albaníu á Wembley. Hann lagði upp annað mark Englands sem Harry Kane skoraði og Kane endurgalt svo greiðan í næsta marki sem Henderson skoraði. Trent Alexander-Arnold kom inná sem varamaður síðustu 13 mínútur leiksins. Englendingar eru í efsta sæti I-riðils og sæti þeirra á HM á næsta ári ætti að vera tryggt.

Andy Robertson leiddi sína menn í Skotlandi til sigurs í Moldavíu, lokatölur 0-2. Sigurinn tryggði Skotum sæti í umspili fyrir laust sæti á HM.

Egyptar mættu Angóla á útivelli í undankeppni HM í Afríku. Lokatölur voru 2-2 og lagði Salah upp mark í leiknum. Egyptar eru á toppnum í F-riðli.


Loks ber svo að nefna að bakvörðurinn Owen Beck skoraði fyrsta mark U-21 árs landsliðs Wales sem unnu Gíbraltar 7-0 og liðsfélagi hans í U-23 ára liði félagsins Morgan Boyes kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. Þess má geta að Owen er frændi Ian Rush. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik á móti Preston á dögunum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan