| Grétar Magnússon

Leikdagur í Deildarbikar

Dagsetning hefur verið ákveðin á leik Liverpool við Preston North End í fjórðu umferð enska Deildarbikarsins.

Leikurinn fer fram miðvikudaginn 27. október næstkomandi og verður flautað til leiks klukkan 18:45 að íslenskum tíma.

Liðin hafa mæst aðeins einu sinni á þessari öld, nánar tiltekið í þriðju umferð FA bikarsins árið 2009, einnig á heimavelli Preston. Þar sigruðu okkar menn 0-2 með mörkum frá Albert Riera og Fernando Torres. Þess má til gamans geta að leikurinn var 400. leikur Liverpool í þessari frægu bikarkeppni. Liðin hafa hinsvegar aldrei mæst áður í Deildarbikarnum.

Það verður ansi þétt spilað í lok október og verður þetta fjórði útileikur liðsins í röð eftir landsleikjahlé mánaðarins. Áður en að þessum leik kemur eru útileikir við Watford, Atletico Madrid og Manchester United.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan