| Sf. Gutt
Neil Critchley, fyrrum þjálfari Liverpool, kom Blackpool upp í næst efstu deild í gegnum umspil um helgina. Vel gert hjá Neil.
Blackpool mætti Lincoln City í úrslitaleik um sæti í næst efstu deild á Wembley í gær og vann 2:1. Kenneth Dougall skoraði bæði mörkin. Kevin Stewart, fyrrum leikmaður Liverpool, spilaði með Blackpool.
Neil tók við Blackpool í mars í fyrra eftir að hafa verið þjálfari hjá yngri liðum Liverpool í nokkur ár. Hann stjórnaði svo aðalliði Liverpool tvisvar í fjarveru Jürgen Klopp. Fyrst í Deildarbikarleik á móti Aston Villa og svo á móti Shrewsbury Town í FA bikarnum.
Daginn áður komst Brentford upp í efstu deild eftir 2:0 sigur á Swansea City í umspilsúrslitaleik. Brentford leikur því í efstu deild í fyrsta sinn frá keppnistímabilinu 1946/47. Sergi Canos sem var á mála hjá Liverpool spilaði með Brentford. Spánverjanum hefur gengið vel hjá liðinu eftir að hann fór þangað frá Liverpool.
Yan Danda kom inn á sem varamaður hjá Swansea. Hann ólst upp hjá Liverpool en lék aldrei með aðalliðinu.
TIL BAKA
Neil Critchley kom Blackpool upp

Neil Critchley, fyrrum þjálfari Liverpool, kom Blackpool upp í næst efstu deild í gegnum umspil um helgina. Vel gert hjá Neil.

Blackpool mætti Lincoln City í úrslitaleik um sæti í næst efstu deild á Wembley í gær og vann 2:1. Kenneth Dougall skoraði bæði mörkin. Kevin Stewart, fyrrum leikmaður Liverpool, spilaði með Blackpool.
Neil tók við Blackpool í mars í fyrra eftir að hafa verið þjálfari hjá yngri liðum Liverpool í nokkur ár. Hann stjórnaði svo aðalliði Liverpool tvisvar í fjarveru Jürgen Klopp. Fyrst í Deildarbikarleik á móti Aston Villa og svo á móti Shrewsbury Town í FA bikarnum.

Daginn áður komst Brentford upp í efstu deild eftir 2:0 sigur á Swansea City í umspilsúrslitaleik. Brentford leikur því í efstu deild í fyrsta sinn frá keppnistímabilinu 1946/47. Sergi Canos sem var á mála hjá Liverpool spilaði með Brentford. Spánverjanum hefur gengið vel hjá liðinu eftir að hann fór þangað frá Liverpool.
Yan Danda kom inn á sem varamaður hjá Swansea. Hann ólst upp hjá Liverpool en lék aldrei með aðalliðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan