| HI
Uppboð á Liverpooltreyju sem Xabi Alonso áritaði lauk í gær. Hæsta boð var 270 þúsund krónur og rennur sú fjárhæð til Umhyggju, félags langveikra barna.
Uppboðið hófst 23. maí og þá þegar fóru að berast boð í gripinn. Upphæðin hækkaði svo jafnt og þétt og um hádegisbil í gær barst svo hæsta boðið, 270 þúsund krónur.
Uppboðið var haldið til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést 6. maí síðastliðinn tæplega sex mánaða gömul. Hún barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA. Umhyggja veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning bæði meðan á umönnun Kamillu stóð, sem og í kjölfar andláts hennar.
Liverpoolklúbburinn á Íslandi er afar ánægður með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í uppboðinu. Afhending á treyju og fjárhæð fer fram á næstu dögum.
TIL BAKA
Hæsta boð í Alonso treyjuna 270.000 krónur

Uppboðið hófst 23. maí og þá þegar fóru að berast boð í gripinn. Upphæðin hækkaði svo jafnt og þétt og um hádegisbil í gær barst svo hæsta boðið, 270 þúsund krónur.
Uppboðið var haldið til minningar um Kamillu Eir Styrmisdóttur sem lést 6. maí síðastliðinn tæplega sex mánaða gömul. Hún barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA. Umhyggja veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning bæði meðan á umönnun Kamillu stóð, sem og í kjölfar andláts hennar.
Liverpoolklúbburinn á Íslandi er afar ánægður með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í uppboðinu. Afhending á treyju og fjárhæð fer fram á næstu dögum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning
Fréttageymslan