| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips kom mikið við sögu í sigri Liverpool í Burnley. Hann skoraði sitt fyrsta mark en bjargaði líka á línu. Flestir eru í skýjunum eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark en miðvörðurinn sagðist hafa verið ánægðari með að bjarga á línu. Hann sagði þetta aðspurður um hvort hefði verið meira gaman. Að skora eða bjarga á línu?
,,Bjarga á línu! Ekki spurning. Það er í mínum verkahring að koma í veg fyrir að boltinn fari í markið. En það er auðvitað mjög ánægjulegt ef maður nær líka að skora. En ég vil miklu frekar halda hreinu."
Nú er einn leikur eftir af leiktíðinni. Liverpool mætir Crystal Palace á Anfield Road á sunnudaginn. Liverpool nær Meistaradeildarsæti með því að vinna öruggan sigur í þeim leik. Nathaniel hlakkar til leiksins.
,,Ég hlakka til. Þetta verður góð helgi og ég er spenntur. Núna er næst á dagskrá að endurheimta krafta, hvíla sig, undirbúa sig og leggja allt sem maður á í síðasta leikinn. Vonandi náum við Meistaradeildarsæti."
Nathaniel Phillips verður örugglega í hjarta varnar Liverpool á sunnudaginn. Hann er búinn að standa sig frábærlega síðustu vikurnar og það hefur verið gaman að fylgjast með honum vaxa í liðinu.
TIL BAKA
Vill frekar halda hreinu en skora!

Nathaniel Phillips kom mikið við sögu í sigri Liverpool í Burnley. Hann skoraði sitt fyrsta mark en bjargaði líka á línu. Flestir eru í skýjunum eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark en miðvörðurinn sagðist hafa verið ánægðari með að bjarga á línu. Hann sagði þetta aðspurður um hvort hefði verið meira gaman. Að skora eða bjarga á línu?
,,Bjarga á línu! Ekki spurning. Það er í mínum verkahring að koma í veg fyrir að boltinn fari í markið. En það er auðvitað mjög ánægjulegt ef maður nær líka að skora. En ég vil miklu frekar halda hreinu."

Nú er einn leikur eftir af leiktíðinni. Liverpool mætir Crystal Palace á Anfield Road á sunnudaginn. Liverpool nær Meistaradeildarsæti með því að vinna öruggan sigur í þeim leik. Nathaniel hlakkar til leiksins.
,,Ég hlakka til. Þetta verður góð helgi og ég er spenntur. Núna er næst á dagskrá að endurheimta krafta, hvíla sig, undirbúa sig og leggja allt sem maður á í síðasta leikinn. Vonandi náum við Meistaradeildarsæti."
Nathaniel Phillips verður örugglega í hjarta varnar Liverpool á sunnudaginn. Hann er búinn að standa sig frábærlega síðustu vikurnar og það hefur verið gaman að fylgjast með honum vaxa í liðinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!
Fréttageymslan

