| HI

Hlaðvarpið: „Hvað voru þeir að hugsa?“

Ian Doyle, umsjónarmaður Liverpoolskrifa hjá staðarblaðinu Liverpool Echo, segir að tilkynningin um ofurdeildina hafi komið öllum á óvart. Í þriðja þætti hlaðvarps Liverpoolklúbbsins er rætt við Doyle, sem segir að óánægjan sem slík hafi ekki snúist um peningamál eða græðgi. Hún snerist fyrst og fremst um að þarna var verið að búa til í raun og veru lokaðan klúbb félaga. Liðin þurftu í raun ekkert að leggja á sig til að komast í þessa deild.

Doyle segir tímasetninguna, seinn á sunnudagskvöldi, einnig segja sína sögu. „Þessi tímasetning bendir til þess að þeir hafi strax þá vitað að menn væru ekki alveg vissir um að gera þetta. Okkar hugsun þegar þetta kom fram var í raun sú sama og hjá stuðmningsmönnunum almennt: „Hvað voru þeir eiginlega að hugsa?““

Hlusta má á hlaðvarpið í heild sinni hér, auk þess sem hægt er að gerast áskrifandi af því á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan