| HI

„Við munum leysa vandann“

Jürgen Klopp sá ýmislegt jákvætt í leik Liverpool gegn Manchester United þrátt fyrir tap. Hann kallar eftir samstarfi um að komast upp úr lægðinni sem liðið er í.

Hann er þó vissulega vonsvikinn yfir því að vera dottinn út úr bikarkeppninni. „Það var ekki það sem við vildum, þannig að það er svekkjandi. Við vorum ekki upp á okkar allra besta en við tókum nokkur skref í rétta átt.

Þetta var góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Tottenham (á fimmtudaginn). Við vitum í hverju við þurfum að vinna. Ef maður er í stöðu sem maður vill ekki vera í reynir maður að koma sér út úr henni. Við viljum það og til þess þurfum við að stíga ákveðin skref saman. Við gerðum það í þessum leik, ekki alveg til enda, en við fótum í þá átt og það er gott.“

Klopp neitaði því að það væri skortur á sjálfstrausti í liðinu. „Við erum að vinna í þessum málum og munum leysa vandann saman.“
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan