| Grétar Magnússon
Nú er ljóst að leikurinn gegn Aston Villa í 3. umferð ensku bikarkeppninnar fer fram í kvöld. Mikil óvissa skapaðist í gær eftir að fjöldi smita kom upp í aðalliðshópi Villa manna.
Ljóst er að enginn leikmaður úr aðalliði Villa mun spila leikinn í kvöld og verður uppistaðan í liðinu leikmenn frá U-18 og U-23 ára liðum félagsins. Æfingaaðstöðu Villa var lokað fyrr í vikunni en yngri liðin æfa ekki á sama stað. Fleiri próf voru gerð í gær (fimmtudag) og nú í morgun var ljóst að enginn leikmaður yngri liða hafði smitast og því er hægt að spila leikinn.
Dean Smith, stjóri Villa, mun ekki stýra liðinu í kvöld enda er hann í einangrun, í hans stað verður stjóri U-23 ára liðsins, Mark Delaney, á hliðarlínunni.
Staðan minnir á leik liðanna í Deildarbikarnum fyrir rúmu ári síðan sem Liverpool þurfti að spila þó svo að félagið ætti leik sólarhring síðar í Katar (Heimsmeistarakeppni félagsliða). Þá var liðið eingöngu skipað leikmönnum úr U-18 og U-23 liðunum og leiknum lauk með 5-0 sigri Villa.
Leikurinn hefst kl. 19:45 í kvöld.
TIL BAKA
Leikið í kvöld

Ljóst er að enginn leikmaður úr aðalliði Villa mun spila leikinn í kvöld og verður uppistaðan í liðinu leikmenn frá U-18 og U-23 ára liðum félagsins. Æfingaaðstöðu Villa var lokað fyrr í vikunni en yngri liðin æfa ekki á sama stað. Fleiri próf voru gerð í gær (fimmtudag) og nú í morgun var ljóst að enginn leikmaður yngri liða hafði smitast og því er hægt að spila leikinn.
Dean Smith, stjóri Villa, mun ekki stýra liðinu í kvöld enda er hann í einangrun, í hans stað verður stjóri U-23 ára liðsins, Mark Delaney, á hliðarlínunni.
Staðan minnir á leik liðanna í Deildarbikarnum fyrir rúmu ári síðan sem Liverpool þurfti að spila þó svo að félagið ætti leik sólarhring síðar í Katar (Heimsmeistarakeppni félagsliða). Þá var liðið eingöngu skipað leikmönnum úr U-18 og U-23 liðunum og leiknum lauk með 5-0 sigri Villa.
Leikurinn hefst kl. 19:45 í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan