| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á Stamford Bridge
Annað árið í röð vannst sigur á Stamford Bridge. Sadio Mané opnaði markareikning sinn og Alisson Becker varði sína fyrstu vítaspyrnu fyrir félagið.
Jürgen Klopp gerði eina breytingu á liðinu frá sigrinum gegn Leeds, Fabinho kom inn í miðvarðastöðuna í stað Joe Gomez sem var lítillega meiddur. Joel Matip er sömuleiðis að glíma við smávægileg vöðvameiðsli og var ekki klár í slaginn. Thiago Alcantara var í leikmannahópnum og settist á varamannabekkinn og Kostas Tsimikas sömuleiðis. Heimamenn gerðu sömuleiðis eina breytingu á sínu liði, Mateo Kovacic kom inn í stað Ruben Loftus-Cheek.
Leikurinn fór rólega af stað og okkar menn voru meira með boltann, eins og oft áður. Fyrsta markverða færið kom þegar Henderson og Reece James börðust um boltann vinstra megin og boltinn hrökk út til hægri þar sem Salah og Kepa eltu hann báðir. Salah náði boltanum og sendi fyrir markið þar sem Firmino var í baráttunni við Christiansen sem hafði betur og kom boltanum aftur fyrir endamörk. Sóknarmaðurinn Timo Werner vildi auðvitað sýna sig og sanna fyrir þeim rauðu. Hann komst nokkrum sinnum í ágæta stöðu uppvið vítateiginn en Fabinho sýndi snilldar varnartakta og hirti af honum boltann, Werner átti svo skot rétt framhjá eftir rúmlega hálftíma leik. Bæði lið voru kannski ekki alveg nógu beitt uppvið markið en stórt atvik átti sér stað rétt fyrir hálfleik. Chelsea sóttu upp hægra megin og sending kom fyrir markið sem Alonso skallaði hátt upp í loft. Alisson greip boltann og sendi hann fljótt út til Henderson á miðjunni. Hann sá gott hlaup frá Mané og sendi boltann fram völlinn, Mané á leið einn í gegn á móti Kepa en Anders Christiansen gerði sér lítið fyrir og lagðist ofaná Mané. Dómarinn dæmdi auðvitað aukaspyrnu og lyfti gula spjaldinu þegar mörgum fannst ljóst að það rauða átti að fara á loft. Dómarinn ráðfærði sig við myndbandsdómarann, kíkti á skjáinn út við hliðarlínu og lyfti svo rauða spjaldinu réttilega. Ekkert kom út úr aukaspyrnunni og skömmu síðar var flautað til hálfleiks, Chelsea manni færri.
Klopp gerði breytingar í hálfleik, Henderson fór af velli í stað Thiago. Lampard sá sig knúinn til að gera breytingu til að bæta í vörnina og Tomori kom inná fyrir Havertz, sem hafði ekki verið mjög áberandi í fyrri hálfleiknum. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu og það var auðvitað gestanna. Frábær sókn þar sem okkar menn héldu boltanum lengi og færðu hann fram og til baka. Firmino og Salah léku léttan þríhyrning á hægra vítateigshorninu, Firmino sendi fyrir markið þar sem Mané skallaði boltann snyrtilega í fjærhornið. Frábært mark og því var að sjálfsögðu vel fagnað. Seinna mark Mané var svo gjöf frá Kepa. Reyndar verður að gefa Mané hrós fyrir að hafa ekki gefist upp. Kepa fékk sendingu til baka og ætlaði að lyfta boltanum áfram á samherja inná teignum en Mané komst fyrir, náði svo boltanum og setti hann í markið. Staðan 0-2 eftir aðeins 10 mínútna leik í seinni hálfleik. Chelsea menn voru ekkert á því að gefast upp og fengu vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleikinn þegar Thiago hljóp klaufalega utaní Werner í teignum. Jorginho fór á punktinn og þykir hann vanalega mjög örugg vítaskytta, hafði hann skorað úr átta spyrnum í röð fyrir liðið. En Alisson var ekkert á þeim buxunum að fá á sig mark og varði spyrnuna mjög vel þegar hann kastaði sér til vinstri. Milner og van Dijk sáu svo til þess að frákastið væri ekki Chelsea manna.
Það sem eftir lifði leiks var svosem lítið að frétta. Kepa varði vel skot frá Mané sem breytti um stefnu af varnarmanni. Í blálokin átti Salah svo skot úr teignum beint á Kepa, boltinn barst til Wijnaldum hægra megin og hann náði ekki að leggja hann fyrir sig og skaut framhjá. Lokatölur 0-2.
Chelsea: Arrizabalaga, James, Christiansen, Zouma, Alonso, Kanté, Jorginho (Barkley, 79. mín.), Kovacic (Abraham, 79. mín.), Mount, Havertz (Tomori, 45. mín.), Werner. Ónotaðir varamenn: Caballero, Azpilicueta, Hodson-Odoi, Giroud.
Rautt spjald: Anders Christiansen.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, van Dijk, Robertson, Keita (Milner, 64. mín.), Henderson (Thiago, 45. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Minamino, 86. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Tsimikas, Jones, Origi.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (50. og 54. mín.).
Maður leiksins: Sadio Mané er að sjálfsögðu maður leiksins með sín tvö mörk, það fyrra sýndi hversu gott markanef hann hefur, staðsetning hans á teignum var góð og skallinn frábær. Seinna markið sýndi og sannaði að hann gefst aldrei upp í pressunni og uppskar samkvæmt því.
Jürgen Klopp: ,,Það er alltaf erfitt að spila hér. Mér líkaði vel við fyrri hálfleikinn, bæði lið vildu spila, búa eitthvað til, verjast og láta hlutina gerast. Þeir voru betri þó án þess að skora mörk en svo breytist leikurinn mikið á lokasekúndunum sem var gott fyrir okkur. Við þurftum að aðlagast og gerðum það. Við ákváðum að setja Thiago inn snemma vegna þess að hann er leikmaður sem getur stjórnað taktinum manni fleiri. Þetta var fullkomin byrjun fyrir hann og strákarnir hjálpuðu honum mikið."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sín fyrstu mörk á leiktíðinni.
- Thiago Alcantara spilaði í fyrsta sinn fyrir félagið.
- Liverpool er fyrsta meistaraliðið sem vinnur Chelsea á þeirra eigin heimavelli síðan árið 2002.
- Chelsea tapaði fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu í aðeins þriðja skiptið frá stofnun úrvalsdeildar.
- Alisson varði sitt fyrsta víti fyrir Liverpool og í raun var þetta fyrsta skotið sem hann ver á þessu tímabili.
- James Milner spilaði sinn 150. deildarleik fyrir Liverpool. Alls hefur hann leikið 217 leiki með Liverpool.
- Thiago átti 75 heppnaðar sendingar og 89 snertingar á bolta í seinni hálfleik, meira en nokkur annar Chelsea leikmaður í öllum leiknum !
Jürgen Klopp gerði eina breytingu á liðinu frá sigrinum gegn Leeds, Fabinho kom inn í miðvarðastöðuna í stað Joe Gomez sem var lítillega meiddur. Joel Matip er sömuleiðis að glíma við smávægileg vöðvameiðsli og var ekki klár í slaginn. Thiago Alcantara var í leikmannahópnum og settist á varamannabekkinn og Kostas Tsimikas sömuleiðis. Heimamenn gerðu sömuleiðis eina breytingu á sínu liði, Mateo Kovacic kom inn í stað Ruben Loftus-Cheek.
Leikurinn fór rólega af stað og okkar menn voru meira með boltann, eins og oft áður. Fyrsta markverða færið kom þegar Henderson og Reece James börðust um boltann vinstra megin og boltinn hrökk út til hægri þar sem Salah og Kepa eltu hann báðir. Salah náði boltanum og sendi fyrir markið þar sem Firmino var í baráttunni við Christiansen sem hafði betur og kom boltanum aftur fyrir endamörk. Sóknarmaðurinn Timo Werner vildi auðvitað sýna sig og sanna fyrir þeim rauðu. Hann komst nokkrum sinnum í ágæta stöðu uppvið vítateiginn en Fabinho sýndi snilldar varnartakta og hirti af honum boltann, Werner átti svo skot rétt framhjá eftir rúmlega hálftíma leik. Bæði lið voru kannski ekki alveg nógu beitt uppvið markið en stórt atvik átti sér stað rétt fyrir hálfleik. Chelsea sóttu upp hægra megin og sending kom fyrir markið sem Alonso skallaði hátt upp í loft. Alisson greip boltann og sendi hann fljótt út til Henderson á miðjunni. Hann sá gott hlaup frá Mané og sendi boltann fram völlinn, Mané á leið einn í gegn á móti Kepa en Anders Christiansen gerði sér lítið fyrir og lagðist ofaná Mané. Dómarinn dæmdi auðvitað aukaspyrnu og lyfti gula spjaldinu þegar mörgum fannst ljóst að það rauða átti að fara á loft. Dómarinn ráðfærði sig við myndbandsdómarann, kíkti á skjáinn út við hliðarlínu og lyfti svo rauða spjaldinu réttilega. Ekkert kom út úr aukaspyrnunni og skömmu síðar var flautað til hálfleiks, Chelsea manni færri.
Klopp gerði breytingar í hálfleik, Henderson fór af velli í stað Thiago. Lampard sá sig knúinn til að gera breytingu til að bæta í vörnina og Tomori kom inná fyrir Havertz, sem hafði ekki verið mjög áberandi í fyrri hálfleiknum. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu og það var auðvitað gestanna. Frábær sókn þar sem okkar menn héldu boltanum lengi og færðu hann fram og til baka. Firmino og Salah léku léttan þríhyrning á hægra vítateigshorninu, Firmino sendi fyrir markið þar sem Mané skallaði boltann snyrtilega í fjærhornið. Frábært mark og því var að sjálfsögðu vel fagnað. Seinna mark Mané var svo gjöf frá Kepa. Reyndar verður að gefa Mané hrós fyrir að hafa ekki gefist upp. Kepa fékk sendingu til baka og ætlaði að lyfta boltanum áfram á samherja inná teignum en Mané komst fyrir, náði svo boltanum og setti hann í markið. Staðan 0-2 eftir aðeins 10 mínútna leik í seinni hálfleik. Chelsea menn voru ekkert á því að gefast upp og fengu vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleikinn þegar Thiago hljóp klaufalega utaní Werner í teignum. Jorginho fór á punktinn og þykir hann vanalega mjög örugg vítaskytta, hafði hann skorað úr átta spyrnum í röð fyrir liðið. En Alisson var ekkert á þeim buxunum að fá á sig mark og varði spyrnuna mjög vel þegar hann kastaði sér til vinstri. Milner og van Dijk sáu svo til þess að frákastið væri ekki Chelsea manna.
Það sem eftir lifði leiks var svosem lítið að frétta. Kepa varði vel skot frá Mané sem breytti um stefnu af varnarmanni. Í blálokin átti Salah svo skot úr teignum beint á Kepa, boltinn barst til Wijnaldum hægra megin og hann náði ekki að leggja hann fyrir sig og skaut framhjá. Lokatölur 0-2.
Chelsea: Arrizabalaga, James, Christiansen, Zouma, Alonso, Kanté, Jorginho (Barkley, 79. mín.), Kovacic (Abraham, 79. mín.), Mount, Havertz (Tomori, 45. mín.), Werner. Ónotaðir varamenn: Caballero, Azpilicueta, Hodson-Odoi, Giroud.
Rautt spjald: Anders Christiansen.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Fabinho, van Dijk, Robertson, Keita (Milner, 64. mín.), Henderson (Thiago, 45. mín.), Wijnaldum, Salah, Firmino (Minamino, 86. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Tsimikas, Jones, Origi.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (50. og 54. mín.).
Maður leiksins: Sadio Mané er að sjálfsögðu maður leiksins með sín tvö mörk, það fyrra sýndi hversu gott markanef hann hefur, staðsetning hans á teignum var góð og skallinn frábær. Seinna markið sýndi og sannaði að hann gefst aldrei upp í pressunni og uppskar samkvæmt því.
Jürgen Klopp: ,,Það er alltaf erfitt að spila hér. Mér líkaði vel við fyrri hálfleikinn, bæði lið vildu spila, búa eitthvað til, verjast og láta hlutina gerast. Þeir voru betri þó án þess að skora mörk en svo breytist leikurinn mikið á lokasekúndunum sem var gott fyrir okkur. Við þurftum að aðlagast og gerðum það. Við ákváðum að setja Thiago inn snemma vegna þess að hann er leikmaður sem getur stjórnað taktinum manni fleiri. Þetta var fullkomin byrjun fyrir hann og strákarnir hjálpuðu honum mikið."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sín fyrstu mörk á leiktíðinni.
- Thiago Alcantara spilaði í fyrsta sinn fyrir félagið.
- Liverpool er fyrsta meistaraliðið sem vinnur Chelsea á þeirra eigin heimavelli síðan árið 2002.
- Chelsea tapaði fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu í aðeins þriðja skiptið frá stofnun úrvalsdeildar.
- Alisson varði sitt fyrsta víti fyrir Liverpool og í raun var þetta fyrsta skotið sem hann ver á þessu tímabili.
- James Milner spilaði sinn 150. deildarleik fyrir Liverpool. Alls hefur hann leikið 217 leiki með Liverpool.
- Thiago átti 75 heppnaðar sendingar og 89 snertingar á bolta í seinni hálfleik, meira en nokkur annar Chelsea leikmaður í öllum leiknum !
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan