| Sf. Gutt

Joël Matip kominn í sumarfrí


Joël Matip er kominn í sumarfrí. Hann fór meiddur af velli á móti Everton í fyrsta leik eftir hlé vegna faraldursins og verður ekki meira með það sem lifir keppnistímabilsins. Hann meiddist á fæti á móti Everton 

Joël Matip hefur verið óheppinn með meiðsli á leiktíðinni. Hann var búinn að vera frábær framan af þar til hann meiddist í lok október. Hann spilaði svo ekki aftur fyrr en í janúar og í raun komst hann aldrei aftur í gang þar til heimsfaraldurinn stöðvaði knattspyrnuna. Það var svo dæmigert fyrir óheppni Joël að hann skyldi meiðast gegn Everton þegar hann var kominn í byrjunarliðið.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan