| Sf. Gutt
Á þessum fordæmalausu tímum varð ekkert úr aprílfrétt eins og jafnan hefur verið boðið upp á hér á síðunni. Þess í stað er sögð sönn skröksaga!
Þann 13. janúar 2010 var tilkynnt að Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez hefði gert samning við Liverpool eftir vistaskipti án greiðslu. Mikið er lagt upp úr heiðarleika íþróttamanna en í þessu tilfelli skrökvaði Maxi blákalt að Rafael Benítez. Tilgangurinn var að missa ekki af tækifærinu að spila með Liverpool!
Maxi hafði verið hjá Altetico Madrid frá því 2005. Áður hafði hann spilað með Newell's Old Boys í Argentínu og spænsku liðunum Real Oviedo, sem lánsmaður, og Espanyol. Rafael Benítez hafði fylgst með honum í nokkurn tíma og ákvað að reyna að fá hann til Liverpool. Svo hófust samingaviðræður. Eitt og annað var rætt. Rafael spurði til dæmis Maxi hvort hann kynni að tala ensku. ,,Ég hafði alltaf geysilega mikinn áhuga á ensku knattspyrnunni. Rafa sagði að það væri mjög mikilvægt að allir töluðu ensku í búningsherberginu. Hann spurði mig og ég sagði já til að allt yrði rólegt. Auðvitað gerði ég það! Ég vildi alls ekki að vistaskiptin myndu fara í vaskinn!"
Rafael var mjög ánægður með svarið hjá Maxi. Allt gekk upp með samninga milli Liverpool og Altetico Madrid og Maxi varð leikmaður Liverpool. Þegar Maxi kom til Englands var haldinn blaðamannafundur. Rafael sagði Maxi að hann myndi byrja að tala á fundinum og svo ætti hann að taka við. Nú var Maxi í vondum málum!
Ég tók í Rafa og hvíslaði. ,,Heyrðu ég verð að viðurkenna eitt fyrir þér. Ég kann ekki ensku! Það eina sem ég get sagt á ensku er halló. Ég sagði það bara því ég var hræddur um að ekkert yrði af samningum ef ég segðist ekki kunna ensku!" Rafa svaraði. ,,Nei hættu nú tíkarsonurinn þinn!"
Reyndar fannst Rafael þetta fyndið og þeir hlógu báðir eftir því sem Maxi segist frá. Argentínumaðurinn fór svo strax í að læra ensku!
Maxi er enn að spila knattspyrnu. Hann fór frá Liverpool 2012, gekk til liðs við Newell's Old Boys þar sem hann hóf ferilinn og varð landsmeistari 2013. Þar lék hann til 2017 en þá fór hann til Úrúgvæ og lék með Peñarol. Þar varð hann meistari 2017 og 2018 auk þess að vinna Stórbikarinn í Úrúgvæ 2018. Maxi er nú kominn í þriðja sinn til Newell's Old Boys.
Maxi Rodriguez lék 73 leiki með Liverpool og skoraði 13 mörk. Hann varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012. Hann var varamaður í úrslitaleiknum á móti Cardiff City en kom ekki við sögu í leiknum.
TIL BAKA
Skröksaga í tilefni dagsins
Á þessum fordæmalausu tímum varð ekkert úr aprílfrétt eins og jafnan hefur verið boðið upp á hér á síðunni. Þess í stað er sögð sönn skröksaga!
Þann 13. janúar 2010 var tilkynnt að Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez hefði gert samning við Liverpool eftir vistaskipti án greiðslu. Mikið er lagt upp úr heiðarleika íþróttamanna en í þessu tilfelli skrökvaði Maxi blákalt að Rafael Benítez. Tilgangurinn var að missa ekki af tækifærinu að spila með Liverpool!
Maxi hafði verið hjá Altetico Madrid frá því 2005. Áður hafði hann spilað með Newell's Old Boys í Argentínu og spænsku liðunum Real Oviedo, sem lánsmaður, og Espanyol. Rafael Benítez hafði fylgst með honum í nokkurn tíma og ákvað að reyna að fá hann til Liverpool. Svo hófust samingaviðræður. Eitt og annað var rætt. Rafael spurði til dæmis Maxi hvort hann kynni að tala ensku. ,,Ég hafði alltaf geysilega mikinn áhuga á ensku knattspyrnunni. Rafa sagði að það væri mjög mikilvægt að allir töluðu ensku í búningsherberginu. Hann spurði mig og ég sagði já til að allt yrði rólegt. Auðvitað gerði ég það! Ég vildi alls ekki að vistaskiptin myndu fara í vaskinn!"
Rafael var mjög ánægður með svarið hjá Maxi. Allt gekk upp með samninga milli Liverpool og Altetico Madrid og Maxi varð leikmaður Liverpool. Þegar Maxi kom til Englands var haldinn blaðamannafundur. Rafael sagði Maxi að hann myndi byrja að tala á fundinum og svo ætti hann að taka við. Nú var Maxi í vondum málum!
Ég tók í Rafa og hvíslaði. ,,Heyrðu ég verð að viðurkenna eitt fyrir þér. Ég kann ekki ensku! Það eina sem ég get sagt á ensku er halló. Ég sagði það bara því ég var hræddur um að ekkert yrði af samningum ef ég segðist ekki kunna ensku!" Rafa svaraði. ,,Nei hættu nú tíkarsonurinn þinn!"
Reyndar fannst Rafael þetta fyndið og þeir hlógu báðir eftir því sem Maxi segist frá. Argentínumaðurinn fór svo strax í að læra ensku!
Maxi er enn að spila knattspyrnu. Hann fór frá Liverpool 2012, gekk til liðs við Newell's Old Boys þar sem hann hóf ferilinn og varð landsmeistari 2013. Þar lék hann til 2017 en þá fór hann til Úrúgvæ og lék með Peñarol. Þar varð hann meistari 2017 og 2018 auk þess að vinna Stórbikarinn í Úrúgvæ 2018. Maxi er nú kominn í þriðja sinn til Newell's Old Boys.
Maxi Rodriguez lék 73 leiki með Liverpool og skoraði 13 mörk. Hann varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2012. Hann var varamaður í úrslitaleiknum á móti Cardiff City en kom ekki við sögu í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan