Árshátíð Liverpoolklúbbsins frestað
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að fresta árshátíð klúbbsins, sem var fyrirhuguð 28. mars næstkomandi, fram á haustið.
Ákvörðunina byggjum við á almennum ráðleggingum almannavarna um fjöldasamkomur vegna Covid 19. Klúbburinn vill leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins og í ljósi óvissunar um hver útbreiðslan verður þykir rétt að fresta árshátíðinni.
Í staðinn er fyrirhugað að halda árshátíðina 12. september og vonum við að þið sjáið ykkur fært að mæta þá, sem og að þessi veira verði þá gengin yfir. Fólk geti þá notið árshátíðarstemningarinnar í áhyggjulausu umhverfi.
Þeir sem áttu pantað borð og höfðu gengið frá greiðslunni geta annaðhvort fengið endurgreitt, eða látið pöntunina gilda áfram á nýrri dagsetningu. Þeir sem vilja fá endurgreitt geta haft samband á [email protected].
Við vonum að þið sýnið þessari ákvörðun skilning.
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning