| Sf. Gutt

Hélt ró minni


Fjölmiðlar höfðu gert nokkuð úr því fyrir leik Liverpool og Manchester United að Mohamed Salah hefði ekki ennþá skorað gegn United. En Mohamed Salah svaraði þvi með því innsiglaði 2:0 sigur Liverpool á United með því að skora með síðasta sparki Liverpool í leiknum. Hann sagðist hafa undirbúið sig og haldið ró sinni!

,,Það flaug í gegnum hugann að ég myndi ekki skora  í dag en ég undirbjó mig andlega og hélt ró minni. Þó svo að ég hefði ekki skorað í dag þá hefði það ekki skipt máli svo framarlega að liðið hefði haldið áfram að vinna. Ég hefði alveg verið sáttur með það."

Liverpool heldur áfram að sigurbraut en það er mikið eftir til vors þegar deildinni lýkur. Mohamed segir að liðið verði að hafla sínu striki.

,,Við verðum bara að halda einbeitingu fyrir hver einasta leik. Við þurfum ekki að láta okkur í hug að við séum búnir að vinna Úrvalsdeildina. Nei! Við þurfum að taka einn leik í einu. Það er eina leiðin fyrir okkur til að vinna Úrvalsdeildina. Við lentum í þæfingi á þessum tíma á síðustu leiktíð. Þess vegna verðum við að halda ró okkar og einbeita okkur að einum leik í einu."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan