| Sf. Gutt

Enginn vill leika gegn okkur


Evrópumeistararnir eru komnir áfram í Meistaradeildinni eftir magnaðan sigur í Austurríki. Andrew Robertson segir ekkert lið hafa áhuga á að mæta Liverpool þegar kemur að 16 liða úrslitum keppninnar á nýju ári. 

,,Við vitum að það er borin virðing fyrir okkur í Evrópu. Við berum virðingu fyrir öllum mótherjum okkar en við vitum líka hvað við höfum afrekað síðustu tvö árin. Það er á hreinu að enginn vill mæta okkur. En það stendur upp á okkur að sanna að þetta allt sé rétt."


Leikjaálag Liverpool er mikið þessar vikurnar en Andrew er ánægður með að Liverpool sé að berjast á mörgum vígstöðvum. Það þýði einfaldlega að liðinu sé að vegna vel. 

,,Ef einhver myndi spyrja mig hvort ég myndi vilja skipta á verðlaunapeningnum mínum í Meistaradeildinni fyrir færri leiki þá dytti mér það ekki í hug. Allir þessir leikir eru tilkomnir vegna þess að okkur gengur vel og það viljum við!"

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá leikmönnum Liverpool það sem af er leiktíðar og svo verður áfram. Einmitt eins og stuðningsmenn og leikmenn Liverpool vilja hafa það!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan