| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sterkur sigur í London
Liverpool vann sterkan 1:2 útisigur á Crystal Palace sem tryggir óbreytta stöðu á toppi deildarinnar. Enn og aftur náði Liverpool að skora sigurmark undir lok leiks.
Fyrir leikinn var mest rætt um meiðsli þeirra Mohamed Salah og Andrew Robertson. Skotinn var leikfær og var í byrjunarliðinu. Egyptinn var líka til reiðu en var hafður á bekknum.
Heimamenn fengu fyrsta hættulega færi leiksins á 22. mínútu en Jordan Ayew hitti ekki markið í býsna góðu færi eftir að hafa fengið sendingu inn í vítateiginn. Annars skiptust liðin á um að sækja en lítið var um opin færi. Á 38. mínútu átti Virgil van Dijk skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks skoraði Palace. James Tomkins skallaði þá í mark af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá hægri. Markið var skoðað í sjónvarpinu og dæmt af vegna bakhrindingar á Dejan Lovren. Oft hafa sjónvarpsdómar verið rangir en það er ekki annað hægt að segja en þessi hafi verið réttur. Dejan fór úr jafnvægi við hrindinguna, féll við og James fékk frían skalla. Jafnt í hálfleik.
Eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik fékk Liverpool upplagt færi. Jordan Henderson sendi frábæra sendingu fram á Sadio Mané sem slapp í gegn, lék fram að vítateignum en skaut svo framhjá. Upplagt færi og hann hefði í það minnsta átt að hitta markið. En mínútu síðar bætti Senegalinn fyrir sig. Roberto Firmino lék fram og sendi út til vinstri á Andrew Robertson sem gaf inn á vítateiginn. Boltinn rataði til Sadio sem náði skoti með vinstri úr miðjum teig í erfiðri stöðu. Markmaður Palace hafði hönd á boltanum en hann fór í stöngina og þvert fyrir markið í hina stöngina og inn í markið. Varnarmaður á línunni náði ekki að bjarga og Liverpool komið yfir.
Palace gafst ekki upp og nokkrum mínútum seinna átti Andros Townsend fast skot utan teig sem Alisson Becker sló yfir. Á 65. mínútu komst Roberto inn í vítateiginn eftir sendingu frá Andrew en Vicente Guaita náði henda sér til hliðar og verja í horn. Þarna hefði Liverpool getað gert út um leikinn og það kom í bakið þegar átta mínútur voru eftir. Wilfried Zaha fékk þá boltann eftir gott samspil og skoraði úr vítateignum. Heimamenn fögnuðu innilega.
Evrópumeistararnir létu ekki sitt eftir liggja og á 85. mínútu fékk Liverpool horn frá vinstri. Boltinn féll fyrir fætur Vigil sem náði skoti rétt við markteiginn. Varnarmaður bjargaði og í kjölfarið hrökk boltinn til og frá þar til Roberto fékk hann rétt innan markteigs og náði að skjóta honum framhjá fjölda manna í markið. Enn fögnuðu leikmenn Liverpool og stuðningsmenn ógurlega síðbúnu marki!
Jürgen Klopp skipti um skoðun í sambandi við skiptinu og sendi Joe Gomez til leiks en rétt áður en Liverpool skoraði var hann á búa sig í að setja Mohamed Salah inn á! Palace hafði ekki sagt sitt síðasta orð og þegar komið var fram í viðbótartíma fékk Wilfried boltann frír við vinstra markteigshornið en skot hans fór sem betur fer hátt upp í stúku. Liverpool slapp vel í þetta skiptið og sterkur sigur var í höfn!
Liverpool sýndi styrk með því að vinna sigur án þess að spila ýkja vel. Það ber liðinu og liðsandanum fagurt vitni!
Crystal Palace: Guaita, Ward (Kelly 70. mín.), Tomkins, Cahill, Van Aanholt; Milivojevic, Kouyate (Schlupp 72. mín.), McArthur; Townsend, Zaha og Ayew (Benteke 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Hennessey, Dann, Meyer og McCarthy.
Mark Crystal Palace: Wilfried Zaha (82. mín.).
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson; Fabinho, Wijnaldum, Henderson (Milner 79. mín.); Oxlade-Chamblerlain (Origi 64. mín.), Mané og Firmino (Gomez 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Keita, Salah og Lallana.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (49. mín.) og Roberto Firmino (85. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavarez.
Áhorfendur á Selhurst Park: 25.486.
Maður leiksins: Virgil van Dijk var traustur í vörninni og hann þurfti að vera það. Hann skapaði svo usla uppi við mark Crystal Palace þegar sigurmarkið kom.
Jürgen Klopp: Þegar öllu er á botnin hvolft unnum við sanngjarnan sigur. Ég er ánægður með úrslitin og stóra kafla leiksins. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt að spila frábærlega.
- Sadio Mané skoraði 12. mark sitt á sparktíðinni.
- Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Sadio skorar á móti Crystal Palace.
- Liverpool hefur unnið alla fimm leikina.
- Roberto Firmino skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 70. mark hans fyrir Liverpool. Hann hefur leikið 211 leiki.
- Alisson Becker lék sinn 60. leik með Liverpool.
- Þetta var 30. deildarleikur Liverpool í röð án taps.
Fyrir leikinn var mest rætt um meiðsli þeirra Mohamed Salah og Andrew Robertson. Skotinn var leikfær og var í byrjunarliðinu. Egyptinn var líka til reiðu en var hafður á bekknum.
Heimamenn fengu fyrsta hættulega færi leiksins á 22. mínútu en Jordan Ayew hitti ekki markið í býsna góðu færi eftir að hafa fengið sendingu inn í vítateiginn. Annars skiptust liðin á um að sækja en lítið var um opin færi. Á 38. mínútu átti Virgil van Dijk skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold. Þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks skoraði Palace. James Tomkins skallaði þá í mark af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá hægri. Markið var skoðað í sjónvarpinu og dæmt af vegna bakhrindingar á Dejan Lovren. Oft hafa sjónvarpsdómar verið rangir en það er ekki annað hægt að segja en þessi hafi verið réttur. Dejan fór úr jafnvægi við hrindinguna, féll við og James fékk frían skalla. Jafnt í hálfleik.
Eftir þrjár mínútur í síðari hálfleik fékk Liverpool upplagt færi. Jordan Henderson sendi frábæra sendingu fram á Sadio Mané sem slapp í gegn, lék fram að vítateignum en skaut svo framhjá. Upplagt færi og hann hefði í það minnsta átt að hitta markið. En mínútu síðar bætti Senegalinn fyrir sig. Roberto Firmino lék fram og sendi út til vinstri á Andrew Robertson sem gaf inn á vítateiginn. Boltinn rataði til Sadio sem náði skoti með vinstri úr miðjum teig í erfiðri stöðu. Markmaður Palace hafði hönd á boltanum en hann fór í stöngina og þvert fyrir markið í hina stöngina og inn í markið. Varnarmaður á línunni náði ekki að bjarga og Liverpool komið yfir.
Palace gafst ekki upp og nokkrum mínútum seinna átti Andros Townsend fast skot utan teig sem Alisson Becker sló yfir. Á 65. mínútu komst Roberto inn í vítateiginn eftir sendingu frá Andrew en Vicente Guaita náði henda sér til hliðar og verja í horn. Þarna hefði Liverpool getað gert út um leikinn og það kom í bakið þegar átta mínútur voru eftir. Wilfried Zaha fékk þá boltann eftir gott samspil og skoraði úr vítateignum. Heimamenn fögnuðu innilega.
Evrópumeistararnir létu ekki sitt eftir liggja og á 85. mínútu fékk Liverpool horn frá vinstri. Boltinn féll fyrir fætur Vigil sem náði skoti rétt við markteiginn. Varnarmaður bjargaði og í kjölfarið hrökk boltinn til og frá þar til Roberto fékk hann rétt innan markteigs og náði að skjóta honum framhjá fjölda manna í markið. Enn fögnuðu leikmenn Liverpool og stuðningsmenn ógurlega síðbúnu marki!
Jürgen Klopp skipti um skoðun í sambandi við skiptinu og sendi Joe Gomez til leiks en rétt áður en Liverpool skoraði var hann á búa sig í að setja Mohamed Salah inn á! Palace hafði ekki sagt sitt síðasta orð og þegar komið var fram í viðbótartíma fékk Wilfried boltann frír við vinstra markteigshornið en skot hans fór sem betur fer hátt upp í stúku. Liverpool slapp vel í þetta skiptið og sterkur sigur var í höfn!
Liverpool sýndi styrk með því að vinna sigur án þess að spila ýkja vel. Það ber liðinu og liðsandanum fagurt vitni!
Crystal Palace: Guaita, Ward (Kelly 70. mín.), Tomkins, Cahill, Van Aanholt; Milivojevic, Kouyate (Schlupp 72. mín.), McArthur; Townsend, Zaha og Ayew (Benteke 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Hennessey, Dann, Meyer og McCarthy.
Mark Crystal Palace: Wilfried Zaha (82. mín.).
Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson; Fabinho, Wijnaldum, Henderson (Milner 79. mín.); Oxlade-Chamblerlain (Origi 64. mín.), Mané og Firmino (Gomez 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Keita, Salah og Lallana.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (49. mín.) og Roberto Firmino (85. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavarez.
Áhorfendur á Selhurst Park: 25.486.
Maður leiksins: Virgil van Dijk var traustur í vörninni og hann þurfti að vera það. Hann skapaði svo usla uppi við mark Crystal Palace þegar sigurmarkið kom.
Jürgen Klopp: Þegar öllu er á botnin hvolft unnum við sanngjarnan sigur. Ég er ánægður með úrslitin og stóra kafla leiksins. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt að spila frábærlega.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði 12. mark sitt á sparktíðinni.
- Þetta var fimmti leikurinn í röð sem Sadio skorar á móti Crystal Palace.
- Liverpool hefur unnið alla fimm leikina.
- Roberto Firmino skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 70. mark hans fyrir Liverpool. Hann hefur leikið 211 leiki.
- Alisson Becker lék sinn 60. leik með Liverpool.
- Þetta var 30. deildarleikur Liverpool í röð án taps.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan