| Sf. Gutt

Ég er bara venjulegur strákur frá Liverpool!


Trent Alexander-Arnold segist bara vera venjulegur strákur frá Liverpool sem átti sér draum sem rættist. Hann sagði Liverpool hafa verðskuldað að vinna Evrópubikarinn eftir frábæra leiktíð. Eins hafi Evrópuvegeferð liðsins verið mögnuð. 

,,Það er erfitt að lýsa því sem var að gerast. Fögnuðinum sem verður í kvöld. Ég held að við höfum verðskuldað þetta meira en nokkurt annað lið eftir hvernig við erum búnir að spila á leiktíðinni. Vegferðin okkar, liðin sem við höfum unnið á leiðinni og afrek okkar í kvöld er líka magnað."

,,Markið sem Origi skoraði seint í leiknum kláraði Tottenham. Við áttum undir högg að sækja hluta af leiknum en við erum lið í heimsklassa og sýndum að við getum unnið hvaða leik sem er. Þegar við rifjum leikinn í kvöld upp seinna þá verður það ekki efst í huga að við náðum okkur ekki á strik heldur að við unnum Evrópubikarinn. Það gerðum við fyrir alla þessa stuðningsmenn. Ég er bara venjulegur strákur frá Liverpool sem átti mér draum og draumurinn rættist."

Trent var eini heimaldi leikmaðurinn sem var í byrjunarliði Liverpool í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn á móti Tottenham Hotspur. Tekið var til þess að hann fagnaði lengi fyrir framan stuðningsmenn Liverpool eftir leikinn. Eins er eftirminnilegt þegar hann gekk hring á Anfield og fagnaði með stuðningsmönnunum eftir að Liverpool vann Barcelona!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan