| Sf. Gutt

Besta stund lífs míns!


Jordan Henderson er kominn í flokk með Emlyn Hughes, Phil Thompson, Graeme Souness og Phil Thompson. Þessir fyrirliðar Liverpool hafa lyft Evrópubikarnum. Jordan segir það bestu stund lífs hans þegar hann tók við Evrópubikarnum en honum var margt ofarlega í huga í sigurvímunni í Madríd.

,,Við hefðum aldrei getað þetta án framkvæmdastjórans okkar. Maður þarf að ganga í gegnum erfiðleika á hverri einustu leiktíð en hann hefur áorkað ótrúlegum hlutum frá því hann kom hingað. Allir standa saman og hann er búinn að skapa einstaka samstöðu í búningsklefanum. Framkvæmdastjórinn á allt hrósið skilið."

,,Ég er svo stoltur yfir því að vera hluti af þessu knattspyrnufélagi og það hefur geysilega mikla þýðingu fyrir mig að hafa náð að afreka þetta. Ég reyni alltaf að gera mitt besta þegar ég spila knattspyrnu og hjálpa félögum mínum hvernig sem gengur. Ég hef gengið í gegnum erfiða tíma en ég hef alltaf haldið mínu striki eins og reyndar féalgið allt."

,,Þetta er besta stund lífs míns. Mig hefur dreymt um þetta frá því ég var krakki. En þetta snýst ekki um mig eða hvort ég tek við bikarnum sem fyrirliði. Þetta snýst um félagið, leikmennina og framkvæmdastjórann. Núna verðum við að halda áfram á sömu braut og bæta í."


Það hefur oft reynt á Jordan Henderson frá því Kenny Dalglish keypti hann sumarið 2011. Hann hefur stundum verið blóraböggull þegar á móti hefur blásið en hann hefur aldrei gefið tommu eftir og haldið sínu striki með hagsmuni liðsins og félaga sína að leiðarljósi. 





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan