| Sf. Gutt

Liverpool Evrópumeistari í sjötta sinn!

Liverpool vann í kvöld Evrópubikarinn í knattspyrnu í sjötta sinn í sögu félagsins. Liverpool lagði Tottenham Hotspur 2:0 að velli á Metropolitano leikvanginum í Madríd. Evrópubikarinn hefur gengið frá Emlyn Hughes, Phil Thompson, Graeme Souness, Steven Gerrard til Jordan Henderson! 


1977 - Róm. Liverpool:Borussia Mönchengladbach. 3:1. Mörk Liverpool: Terry McDermott, Tommy Smith og Phil Neal, víti. 

 

1978 - London. Liverpool:Brugge. 1:0. Mark Liverpool: Kenny Dalglish.


1981 - París. Liverpool:Real Madrid. 1:0. Mark Liverpool: Alan Kennedy.


1984 - Róm. Liverpool:Roma. 1:1. Liverpool vann 4:2 í vítaspyrnukeppni. Mark Liverpool: Phil Neal. Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni: Phil Neal, Graeme Souness, Ian Rush og Alan Kennedy.


2005 - Istanbúl. Liverpool:AC Milan. 3:3. Liverpool vann 3:2 í vítaspyrnukeppni. Mörk Liverpool: Steven Gerrard, Vladimír Šmicer og Xabi Alonso. Mörk Liverpool í vítaspurnukeppninni: Dietmar Hamann, Djibril Cissé og Vladimír Šmicer.


2019 - Madríd. Liverpool:Tottenham Hotspur. 2:0. Mörk Liverpool: Mohamed Salah, víti, og Divock Origi.

Evróputitlar Liverpool.

Evrópubikarinn: 1977, 1978, 1981, 1984, 2005 og 2019.

Evrópukeppni félagsliða: 1973, 1976 og 2001.

Stórbikar Evrópu: 1977, 2001 og 2003. 


Sigursælustu lið í Meistaradeildinni.

Real Madrid 13 titlar.
AC Milan 7 titlar.
Liverpool 6 titlar.
Barcelona og Bayern München 5 titlar.











TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan