| Sf. Gutt

Stuðningsmennirnir verðskulda titil!


Andrew Robertson segir að stuðningsmenn Liverpool verðskuldi titil fyrir hvernig þeir hafa staðið sig á leiktíðinni og leikmenn Liverpool ætla að reyna allt sem þeir geta til að vinna titil fyrir þá.

,,Allir stuðningsmennirnir sem hafa fylgt okkur á leiktíðinni eiga hrós skilið. Þeir hafa keypt alla miða sem hafa verið í boði á útileikina og fyllt Anfield um hverja helgi sem við höfum spilað þar. Það er ekkert auðvelt að gera þetta ef haft er í huga hvað er í gangi í heiminum. Hver og einn á hrós skilið."

,,Stuðningsmennirnir verðskulda titil fyrir hvernig þeir hafa staðið sig á leiktíðinni. Eins verðskulda þeir titil eftir vonbrigðin á síðasta keppnistímabili oa auðvitað líka fyrir vonbrigðin á lokadegi deildarinnar um daginn. Við vorum að við getum unnið titil fyrir stuðningsmennina og eins fyrir félagið."


,,Frá því ég kom hingað hafa stuðningsmennirnir verið fyrsta flokks og ég er viss um að þeir hafa verið það í áraraðir því þeir eru þekkir fyrir að vera þeir bestu. Við verðum að reyna að endurgjalda þeim eins vel og við getum. Við vitum hversu mikla hamingju það myndi færa þeim ef við næðum að taka síðasta skrefið og lyfta bikarnum. Þeir verðskulda það!"

Vonbrigðin í Kiev í fyrra voru mikil þegar Liverpool tapaði fyrir Real Madrid og missti af Evrópubikarnum. Andrew segir að allt verði reynt til að enda keppnistímabilið með titli.

,,Við verðum að reyna að komast yfir síðasta hjallann og ná því sem við finnst við verðskulda. Við höfum aðeins haft lánið með okkur en við hlökkum til. Þetta er bara einn leikur og hann er á móti liði sem við höfum verið að keppa við. Við getum hlakkað til. Þetta snýst um að færa okkur vonbrigðin eftir tapið í úrslitaleiknum okkur í nyt. Til lánsins höfum við fært okkur vonbrigðin í nyt. Við notuðum þau sem hvatningu. Við notuðum þau sem hvatningu á undirbúningstímabilinu til að koma okkur í gott form og byrja keppnistímabilið vel."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan