| Sf. Gutt

Vinátta mun fjúka út í veður og vind!


Luis Suarez, framherji Barcelona, býr sig nú undir að mæta Liverpool þar sem hann spilaði í fjórar leiktíðir. Hann segir að það verði skrýtin tilfinning að spila við Liverpool og koma aftur á fornar slóðir.

,,Það verður skrýtin tilfinning en jafnframt indæl. Ég hitti Carra á Old Trafford og hann var spenntur. Jordan er ennþá þarna. Nokkrir vinir hans komu til að horfa á klassíkó leikinn. Það verður líka gaman að hitta starfsfólkið eins og Ray sem sá um alla skapaða hluti. Ég hef fengið skilaboð frá konunni í mötuneytinu. Hún hefur áhuga á að sjá börnin mín. Hún leit eftir Delfi og hafði hana hjá sér í eldhúsinu. Það verður gaman að koma aftur. Börnin mín fara aldrei á Meistarardeildarleiki en þau langar á þennan."


Delfi, sem Luis nefnir, er elsta barn hans. Hann á nú þrjú börn með konu sinni. Luis og Sofia eru hér á mynd með Delfi á körfuboltaleik í Bandaríkjunum. 

Luis gefur ekki tommu eftir þegar flautað hefur verið til leiks og það skiptir engu hver mótherjinn er eða hvers konar leik er verið að spila. Það þarf ekki sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar til að hvetja Luis til að að leggja sig allan fram. Vinir hans í Liverpool eiga eftir að finna fyrir krafti hans og baráttu. 


,,Þegar leikurinn hefst fýkur öll vinátta út í veður og vind, engir félagar fyrirfinnast og engar fallegar minningar verða í huganum. Svona er ég þegar ég spila knattspyrnu og allir vita það!"


Það verður áhugavert að sjá Luis spila á móti Liverpool. Hann lék 133 leiki og skoraði 82 mörk fyrir Liverpool og varð Deildarbikarmeistari á leiktíðinni 2011/12. Liverpool hefur ekki unnið titil eftir að hann fór. Vonandi verður bætt úr því á hans kostnað í vor! 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan