| Sf. Gutt
Það kom á óvart síðasta sunnudag þegar Ben Woodburn spilaði með varaliði Liverpool. Hann fór í lán til Sheffield United í sumar en hefur ekki spilað mikið með liðinu. Hann fékk því leyfi hjá forráðamönnum United til að fara til Liverpool og spila með varaliðinu eða undir 23. ára liðinu. Liverpool tapaði leiknum 2:3 á heimavelli. Liðinu hefur ekki vegnað ýkja vel hingað til á leiktíðinni.
Ben Woodburn er samt ekki kominn aftur heim til Liverpool. Hann er áfram lánsmaður hjá Sheffield United og ekki er reiknað með að breyting verði á því. Sheffield hefur gengið vel og er sem stendur í efsta sæti næst efstu deildar. Ljóst er að Ben þarf að bæta sig svo hann komist í aðallið Sheffield United. Hann hefur hingað til spilað 11 leiki með aðalliði Liverpool og skorað eitt mark. Þegar hann skoraði í 2:0 Deildarbikarsigri á móti Leeds United á leiktíðinni 2016/17 varð hann yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
TIL BAKA
Ben kominn aftur heim?

Það kom á óvart síðasta sunnudag þegar Ben Woodburn spilaði með varaliði Liverpool. Hann fór í lán til Sheffield United í sumar en hefur ekki spilað mikið með liðinu. Hann fékk því leyfi hjá forráðamönnum United til að fara til Liverpool og spila með varaliðinu eða undir 23. ára liðinu. Liverpool tapaði leiknum 2:3 á heimavelli. Liðinu hefur ekki vegnað ýkja vel hingað til á leiktíðinni.

Ben Woodburn er samt ekki kominn aftur heim til Liverpool. Hann er áfram lánsmaður hjá Sheffield United og ekki er reiknað með að breyting verði á því. Sheffield hefur gengið vel og er sem stendur í efsta sæti næst efstu deildar. Ljóst er að Ben þarf að bæta sig svo hann komist í aðallið Sheffield United. Hann hefur hingað til spilað 11 leiki með aðalliði Liverpool og skorað eitt mark. Þegar hann skoraði í 2:0 Deildarbikarsigri á móti Leeds United á leiktíðinni 2016/17 varð hann yngsti markaskorari í sögu Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir! -
| Mummi
Tillögur um lagabreytingar fyrir næsta aðalfund Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Ég þakka Guði!
Fréttageymslan