| Sf. Gutt
Daniel Sturridge kom Liverpool á bragðið á móti Paris St-Germain. Jürgen Klopp segir Daniel hafa endurgoldið það traust sem honum hefur verið sýnt og hann hafi aldrei verið betri í betra líkamlegu formi frá því hann tók við Liverpool. Daniel hóf leikinn í stað Roberto Firmino.
,,Ef satt skal segja þá spilaði Daniel frábærlega. Ég sagði Daniel fyrir leikinn að hann hefði aldrei verið í betra líkamlegu formi eftir að ég kynntist honum og núna yrði hann að notfæra sér það. Hann gerði það sannarlega."

Daniel Sturridge átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og lék aðeins 14 leiki áður en hann var lánaður til West Bromwich Albion. Þar kom hann aðeins við sögu í sex leikjum vegna meiðsla og flestir töldu að hann færi frá Liverpool í sumar. Daniel stóð sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og skoraði sex mörk. Hann hefur skorað tvö mörk í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað hingað til. Hann skoraði þrjú á síðustu leiktíð.
Það er frábært að Daniel hafi komist aftur í gang því það þarf ekki að efast um hæfileika hans. Hann gæti því lagt sitt til liðsins á nýhafinni leiktíð og hefur reyndar nú þegar gert það.
TIL BAKA
Daniel hefur endurgoldið traustið

Daniel Sturridge kom Liverpool á bragðið á móti Paris St-Germain. Jürgen Klopp segir Daniel hafa endurgoldið það traust sem honum hefur verið sýnt og hann hafi aldrei verið betri í betra líkamlegu formi frá því hann tók við Liverpool. Daniel hóf leikinn í stað Roberto Firmino.
,,Ef satt skal segja þá spilaði Daniel frábærlega. Ég sagði Daniel fyrir leikinn að hann hefði aldrei verið í betra líkamlegu formi eftir að ég kynntist honum og núna yrði hann að notfæra sér það. Hann gerði það sannarlega."


Daniel Sturridge átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og lék aðeins 14 leiki áður en hann var lánaður til West Bromwich Albion. Þar kom hann aðeins við sögu í sex leikjum vegna meiðsla og flestir töldu að hann færi frá Liverpool í sumar. Daniel stóð sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og skoraði sex mörk. Hann hefur skorað tvö mörk í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað hingað til. Hann skoraði þrjú á síðustu leiktíð.
Það er frábært að Daniel hafi komist aftur í gang því það þarf ekki að efast um hæfileika hans. Hann gæti því lagt sitt til liðsins á nýhafinni leiktíð og hefur reyndar nú þegar gert það.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega
Fréttageymslan