| Sf. Gutt

Sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í gær innsiglaði fimmta deildarsigur liðsins í röð frá upphafi leiktíðar. Það hefur aðeins gerst tvisvar áður í efstu deild í sögu félagsins.
Á keppnistímabilinu 1978/79 náði Liverpool fyrst þessum árangri og um vorið fagnaði Liverpool enska meistaratitlinum. Liverpool endurtók fimm leikja sigurhrinu í upphafi leiktíðarinnar 1990/91. Annað sæti deildarinnar varð hlutskipti en Arsenal vann deildina.
Hvernig sem fer í vor þá er það sérlega vel af sér vikið að vinna fimm fyrstu deildarleikina. Að þetta skuli aðeins hafa gerst tvívegis áður í sögu Liverpool segir sína sögu!
TIL BAKA
Fimm sigrar í röð í þriðja sinn

Sigur Liverpool á Tottenham Hotspur í gær innsiglaði fimmta deildarsigur liðsins í röð frá upphafi leiktíðar. Það hefur aðeins gerst tvisvar áður í efstu deild í sögu félagsins.
Á keppnistímabilinu 1978/79 náði Liverpool fyrst þessum árangri og um vorið fagnaði Liverpool enska meistaratitlinum. Liverpool endurtók fimm leikja sigurhrinu í upphafi leiktíðarinnar 1990/91. Annað sæti deildarinnar varð hlutskipti en Arsenal vann deildina.
Hvernig sem fer í vor þá er það sérlega vel af sér vikið að vinna fimm fyrstu deildarleikina. Að þetta skuli aðeins hafa gerst tvívegis áður í sögu Liverpool segir sína sögu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan