| Sf. Gutt

Góður gestur!


Óhætt er að segja að góðan gest beri að garði á Anfield í dag. Rafael Benítez mætir með lið sitt og víst er að honum verður vel tekið. Hann óskar Liverpool góðs gengis en ekki fyrr en eftir leikinn við Newcastle United!

,,Ég á marga vini hérna. Stuðningsmenn og fólk í borginni. Þetta verður því svolítið sérstakt. Liverpool er mikið með boltann þegar maður spilar á móti þeim og maður verður að reyna að beita skyndisóknum. Það er lykilatriði hversu margar sóknir gefast. Þetta verður sérstakt en við munum reyna okkar besta. Við óskum þeim góðs gengis en ekki fyrr en eftir þennan leik."


Rafael Benítez kom Newcastle United upp í efstu deild á síðustu leiktíð og liðið vann sigur í deildinni. Liðið hefur átt heldur erfitt uppdráttar á þessu keppnistímabili og er í fallhættu. Það er því mikið í húfi á Anfield í dag og víst er að Rafael kann að stilla upp liði til leiks á Anfield! Trúlega óska margir stuðningsmenn Liverpool Spánverjanum góðs gengis til vors en ekki fyrr en eftir leikinn í dag!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan