| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Öruggur sigur á Southampton
Liverpool situr í 3. sæti Úrvalsdeildar eftir góða ferð til Southampton í dag. Lokatölur 0-2, mörkin frá Firmino og Salah.
Jürgen Klopp gerði 3 breytingar á liðinu frá Tottenham leiknum, Matip kom inn fyrir Lovren og Oxlade-Chamberlain og Wijnaldum komu inn á miðjuna í stað Henderson og Milner. Alls voru fimm fyrrverandi leikmenn Southampton í hópnum hjá Liverpool í dag og þeir komu allir við sögu í leiknum.
Liverpool byrjaði af miklum krafti og eftir aðeins 6 mínútna leik kom fyrsta markið. Sóknin var einföld, en árangursrík; Karius sendi á Ox sem smellti boltanum upp á Salah. Egyptinn renndi boltanum fyrir frá vítateigshorni þar sem Firmino hamraði hann í netið með vinstri, viðstöðulaust. Glæsilega klárað hjá Firmino og óskabyrjun hjá okkar mönnum.
Á 18. mínútu varði Karius mjög vel frá Højbjerg og 30. mínútu varði hann tvo skalla í röð, frá Carillo og Ward-Prowse. Fín frammistaða hjá Þjóðverjanum í dag.
Á 42. mínútu skoraði Salah og þvílíkt mark sem það var. Þríhyrningaspil milli Salah og Firmino og stoðsendingin frá Brassanum var ein magnaðasta hælsending sem sést hefur í boltanum. Salah afgreiddi boltann af miklu öryggi í netið, staðan 0-2 og alveg að koma hálfleikur. Þægileg staða.
Liverpool: Karius, TAA, Matip, Van Dijk, Robertson, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain (Milner á 60. mín.), Firmino (Lallana á 79. mín.), Salah (Lovren á 90. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Ings og Solanke.
Maður leiksins: Fyrir mér var Firmino bestur í dag, þó ekki væri nema bara fyrir hælsendinguna í markinu hjá Salah. Þvílík tilþrif. Þar fyrir utan skoraði hann gott mark sjálfur og var eins og venjulega á fullu allan leikinn. Frábær leikmaður. Salah var sömuleiðis mjög góður, Karius var góður í markinu og Van Dijk kunni vel við sig á St. Mary´s, þrátt fyrir öflugt baul úr stúkunni allan leikinn.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var alls ekki fullkominn leikur hjá okkur en við gerðum vel í að ná í tvö stig á erfiðum útivelli. Við gáfum þeim of mikil tækifæri í fyrri hálfleik, en sem betur fer var Karius vel á verði. Hann stóð sig mjög vel. Við skoruðum tvö frábær mörk og það var þægilegt að fara með forystu inn í leikhléið. Í seinni hálfleik fannst mér við stjórna leiknum. Við héldum áfram að skapa færi, en við nýttum þau ekki. Það slapp til í dag og heilt yfir er ég mjög ánægður með frammistöðuna. Svona eiga útileikir að vera."
Liverpool byrjaði af miklum krafti og eftir aðeins 6 mínútna leik kom fyrsta markið. Sóknin var einföld, en árangursrík; Karius sendi á Ox sem smellti boltanum upp á Salah. Egyptinn renndi boltanum fyrir frá vítateigshorni þar sem Firmino hamraði hann í netið með vinstri, viðstöðulaust. Glæsilega klárað hjá Firmino og óskabyrjun hjá okkar mönnum.
Á 18. mínútu varði Karius mjög vel frá Højbjerg og 30. mínútu varði hann tvo skalla í röð, frá Carillo og Ward-Prowse. Fín frammistaða hjá Þjóðverjanum í dag.
Á 42. mínútu skoraði Salah og þvílíkt mark sem það var. Þríhyrningaspil milli Salah og Firmino og stoðsendingin frá Brassanum var ein magnaðasta hælsending sem sést hefur í boltanum. Salah afgreiddi boltann af miklu öryggi í netið, staðan 0-2 og alveg að koma hálfleikur. Þægileg staða.
Seinni hálfleikur var aðeins rólegri en Liverpool var áfram með ágæta stjórn á leiknum. Salah fékk 2-3 ágæt færi og Mané var sömuleiðis hættulegur. Besti færi seinni hálfleiksins átti samt Adam Lallana, sem kom inná fyrir Firmino á 79. mínútu. Eftir frábært samspil við Salah setti Lallana boltann rétt framhjá marki heimamanna, hefði verið sætt fyrir hann að skora á pú-kórinn í stúkunni.
Undir lokin kom Dejan Lovren inná fyrir Salah og þá púuðu heimamenn yfir sig, enda Króatinn fimmti fyrrum Southampton maðurinn í liði Liverpool sem kom við sögu í leiknum.
Lokatölur á St. Mary´s í dag 0-2 fyrir Liverpool. Sanngjarn og mikilvægur sigur. Eftir leikinn situr Liverpool í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester United sem töpuðu fyrir Newcastle í dag og tveimur stigum á undan Tottenham sem unnu Arsenal í grannaslagnum í Norður-London í gær.
Undir lokin kom Dejan Lovren inná fyrir Salah og þá púuðu heimamenn yfir sig, enda Króatinn fimmti fyrrum Southampton maðurinn í liði Liverpool sem kom við sögu í leiknum.
Lokatölur á St. Mary´s í dag 0-2 fyrir Liverpool. Sanngjarn og mikilvægur sigur. Eftir leikinn situr Liverpool í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester United sem töpuðu fyrir Newcastle í dag og tveimur stigum á undan Tottenham sem unnu Arsenal í grannaslagnum í Norður-London í gær.
Liverpool: Karius, TAA, Matip, Van Dijk, Robertson, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain (Milner á 60. mín.), Firmino (Lallana á 79. mín.), Salah (Lovren á 90. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Ings og Solanke.
Maður leiksins: Fyrir mér var Firmino bestur í dag, þó ekki væri nema bara fyrir hælsendinguna í markinu hjá Salah. Þvílík tilþrif. Þar fyrir utan skoraði hann gott mark sjálfur og var eins og venjulega á fullu allan leikinn. Frábær leikmaður. Salah var sömuleiðis mjög góður, Karius var góður í markinu og Van Dijk kunni vel við sig á St. Mary´s, þrátt fyrir öflugt baul úr stúkunni allan leikinn.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var alls ekki fullkominn leikur hjá okkur en við gerðum vel í að ná í tvö stig á erfiðum útivelli. Við gáfum þeim of mikil tækifæri í fyrri hálfleik, en sem betur fer var Karius vel á verði. Hann stóð sig mjög vel. Við skoruðum tvö frábær mörk og það var þægilegt að fara með forystu inn í leikhléið. Í seinni hálfleik fannst mér við stjórna leiknum. Við héldum áfram að skapa færi, en við nýttum þau ekki. Það slapp til í dag og heilt yfir er ég mjög ánægður með frammistöðuna. Svona eiga útileikir að vera."
Fróðleikur:
-Mo Salah hefur nú skorað 29 mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Þar af 22 í deild. Það er mögnuð frammistaða.
-Roberto Firmino er kominn með 20 mörk á leiktíðinni, þar af 12 í deildinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan hann var hjá Hoffenheim sem hann nær tveggja stafa tölu í markaskorun.
-Salah og Firmino eru semsagt komnir með 49 mörk það sem af er leiktíðinni. Til samanburðar skal bent á að Suarez og Sturridge gerðu 55 mörk leiktíðina 2013-2014.
-Mo Salah hefur átt beinan þátt í 29 deildarmörkum á leiktíðinni (22 mörk og 7 stoðsendingar). Enginn leikmaður í sögu Liverpool hefur gert betur á sinni fyrstu leiktíð.
-Salah hefur skorað 19 deildarmörk með vinstri, sem er metjöfnun í Úrvalsdeild. Metið á Robbie Fowler sem náði 19 mörkum tímabilið 1994-1995. Það stefnir allt í að Salah slái það met.
-Liverpool liðið er búið að skora fleiri mörk á þessari leiktíð en alla síðustu leiktíð.
-Liverpool hefur nú haldið hreinu í fjórum deildarleikjum í röð gegn Southampton.
-Dejan Lovren lék í dag sinn 100. leik fyrir Liverpool.
-Jürgen Klopp stjórnaði liðinu í 50. sinn í Úrvalsdeild.
-Fyrir leikinn í dag var Southampton taplaust í sex sunnudagsleikjum í Úrvalsdeild á St. Mary´s.
-Fimm fyrrum leikmenn Southampton voru í leikmannahóp Liverpool í dag. Alex Oxlade-Chamberlain (sem hóf feril sinn hjá Southampton), Dejan Lovren, Virgil Van Dijk, Sadio Mané og Adam Lallana. Nathaniel Clyne er svo 6. fyrrum Southampton leikmaðurinn í herbúðum Liverpool, en hann er því miður meiddur.
-Southampton er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt frá því að hann tók við Liverpool. Leikurinn í dag var 9. viðureign liðanna frá því að Klopp kom til sögunnar. Nú standa leikar þannig að Liverpool hefur unnið þrjá leiki, Southampton hefur unnið þrjá og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli.
-Roberto Firmino er kominn með 20 mörk á leiktíðinni, þar af 12 í deildinni. Þetta er í fyrsta sinn síðan hann var hjá Hoffenheim sem hann nær tveggja stafa tölu í markaskorun.
-Salah og Firmino eru semsagt komnir með 49 mörk það sem af er leiktíðinni. Til samanburðar skal bent á að Suarez og Sturridge gerðu 55 mörk leiktíðina 2013-2014.
-Mo Salah hefur átt beinan þátt í 29 deildarmörkum á leiktíðinni (22 mörk og 7 stoðsendingar). Enginn leikmaður í sögu Liverpool hefur gert betur á sinni fyrstu leiktíð.
-Salah hefur skorað 19 deildarmörk með vinstri, sem er metjöfnun í Úrvalsdeild. Metið á Robbie Fowler sem náði 19 mörkum tímabilið 1994-1995. Það stefnir allt í að Salah slái það met.
-Liverpool liðið er búið að skora fleiri mörk á þessari leiktíð en alla síðustu leiktíð.
-Liverpool hefur nú haldið hreinu í fjórum deildarleikjum í röð gegn Southampton.
-Dejan Lovren lék í dag sinn 100. leik fyrir Liverpool.
-Jürgen Klopp stjórnaði liðinu í 50. sinn í Úrvalsdeild.
-Fyrir leikinn í dag var Southampton taplaust í sex sunnudagsleikjum í Úrvalsdeild á St. Mary´s.
-Fimm fyrrum leikmenn Southampton voru í leikmannahóp Liverpool í dag. Alex Oxlade-Chamberlain (sem hóf feril sinn hjá Southampton), Dejan Lovren, Virgil Van Dijk, Sadio Mané og Adam Lallana. Nathaniel Clyne er svo 6. fyrrum Southampton leikmaðurinn í herbúðum Liverpool, en hann er því miður meiddur.
-Southampton er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt frá því að hann tók við Liverpool. Leikurinn í dag var 9. viðureign liðanna frá því að Klopp kom til sögunnar. Nú standa leikar þannig að Liverpool hefur unnið þrjá leiki, Southampton hefur unnið þrjá og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan