| Sf. Gutt

Jon Flanagan dæmdur fyrir líkamsárásJon Flanagan hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás. Dómur hans hljóðar upp á að hann þurfi að gegna samfélagsþjónustu í 40 klukkustundir ef rétt er skilið.

Forsaga málsins er sú að Jon réðst drukkinn að Rachael Wall sambýliskonu sinni stuttu fyrir jól þar sem þau voru úti á lífinu að skemmta sér. Atlaga hans, sem náðist á eftirlistmyndavél, var harkaleg en sambýliskona hans slapp þó við meiðsli. 


Jon hefur aðeins leikið einn leik fyrir Liverpool á þessu keppnistímabili en alls hefur hann spilað 51 leik og skorað eitt mark. Jon hefur leikið einn landsleik fyrir England. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan