| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sögulegur sigur
Sigurinn gegn Bournemouth var vissulega stór og kærkominn, en Liverpool setti nýtt met í enskri knattspyrnu um leið.
Með þessum fína 0-4 sigri á Bournemouth hafa síðustu fjórir útileikir liðsins unnist með a.m.k. þrem mörkum, en fyrir leikinn við Bournemouth unnust leikir við West Ham (1-4), Stoke (0-3) og Brighton (1-5). Þetta er nýtt met í sögu enskrar knattspyrnu því ekkert lið í efstu deild hefur náð þessum árangri áður. Við erum ekki að tala um aðeins úrvalsdeild í þessu samhengi heldur verðum við að líta aftur til ársins 1888 og þá kemur í ljós að engu liði hafði tekist þetta áður. Vissulega merkilegt met !
Það er svo óskandi að gott gengi liðsins haldi áfram í deildinni en næsti leikur liðsins er stórleikur á útivelli við Arsenal á föstudaginn kemur.

Með þessum fína 0-4 sigri á Bournemouth hafa síðustu fjórir útileikir liðsins unnist með a.m.k. þrem mörkum, en fyrir leikinn við Bournemouth unnust leikir við West Ham (1-4), Stoke (0-3) og Brighton (1-5). Þetta er nýtt met í sögu enskrar knattspyrnu því ekkert lið í efstu deild hefur náð þessum árangri áður. Við erum ekki að tala um aðeins úrvalsdeild í þessu samhengi heldur verðum við að líta aftur til ársins 1888 og þá kemur í ljós að engu liði hafði tekist þetta áður. Vissulega merkilegt met !
Það er svo óskandi að gott gengi liðsins haldi áfram í deildinni en næsti leikur liðsins er stórleikur á útivelli við Arsenal á föstudaginn kemur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan