| Grétar Magnússon

Leikmaður nóvembermánaðar

Mohamed Salah var í dag útnefndur besti leikmaður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.


Salah skoraði sjö mörk í aðeins fjórum leikjum í mánuðinum er Liverpool unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli.  Aðrir sem voru tilnefndir í valinu voru þeir Robbie Brady (Burnley), Kevin De Bruyne (Manchester City), Eden Hazard (Chelsea), Shkodran Mustafi (Arsenal), Raheem Sterling (Manchester City) og Ashley Young (Manchester United).

Salah varð þar með fyrsti leikmaðurinn frá Egyptalandi sem hlýtur þessi verðlaun.  Þetta er í annað skipti sem leikmaður Liverpool vinnur þessi verðlaun á tímabilinu en í ágúst var Sadio Mané valinn bestur.

Salah sagði af þessu tilefni:  ,,Í hverjum mánuði vil ég skora eins mörg mörk og ég get og hjálpa liðinu að vinna leiki.  Í nóvember skoraði ég sjö mörk og það er góð tilfinning, en það mikilvægasta er að ná úrslitum og við náðum því í þessum mánuði."TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan