| Sf. Gutt
Óhætt er að segja að Alberto Moreno hafi komið manna mest á óvart af leikmönnum Liverpool það sem af er þessarar leiktíðar. Hann lék þokkalega á fyrstu leiktíð sinni hjá Liverpool 2014/15 en svo hefur leiðin legið niður á við og á síðsutu leiktíð gekk hvorki né rak. Miðjumaðurinn James Milner var talinn vænlegri kostur sem vinstri bakvörður og svo virtist sem Spánverjinn væri búinn að vera hjá Liverpool. Hann var harðlega gagnrýndur af sparkspekingum og stuðningsmönnum Liverpool höfðu enga trú á honum Alberto fannst hann vera kominn á botninn en nú hefur brugðið til betri tíðar.
,,Mér gengur betur og ég er ánægðari. Ég myndi segja að ég hafi átt þokkalega góða leiktíð hingað til. Þetta er jafnvel besta leiktíð mín hingað til á ferlinum. Ég er að spila nærri mínu besta. Þetta er afrakstur mjög mikillar vinnu. Ég lagði mikið á mig á undirbúningstímabilinu með það að markmiði að berjast fyrir því að koma til baka."
,,Þetta gerði ég til að því ég vildi vera áfram hjá Liverpool sem ég tel eitt besta félag heimsins. Ef maður spilar vel þá er maður hamingjusamur utan vallar. Ég lifi fyrir Liverpool. Ég elska Liverpool. Ég vil alltaf vinna þegar ég klæðist rauðu treyju Liverpool."
Það var allt útlit á að Alberto Moreno myndi fara frá Liverpool í sumar. Jürgen Klopp sagði Spánverjanum meira að segja að nýr leikmaður myndi vera keyptur í stöðuna hans. Það var gert með kaupunum á Andrew Robertson en Skotinn hefur lítið spilað vegna þess að Alberto er eins og nýr maður.
,,Ég fékk mörg tilboð eftir síðasta keppnistímabil en ég vildi vera um kyrrt hjá hjá Liverpool. Klopp var mjög heiðarlegur í samskiptum sínum við mig. Hann agðist ekki getað lofað neinu og bætti við að hann ætlaði að fá vinstri bakvörð til félagsins. Síðasta leiktíð var skelfileg. Það voru stundir þar sem mér fannst ég vera algjörlega tilgangslaus og allt sem ég myndi taka mér fyrir hendur myndi mistakast. Ég komst í gegnum þessa erfiðu tíma þökk sé þrautseigju og dugnaði. Þú uppskerð eins og þú sáir."
Það er óhætt að segja að Alberto Moreno sé búinn að stinga upp í þá sem töldu hann vera búinn að vera hjá Liverpool. Hann er líka gott dæmi um hvað knattspyrnumaður getur gert með frábæru hugarfari og staðfestu. Sannarlega til fyrirmyndar!
TIL BAKA
Alberto fannst hann vera tilgangslaus
Óhætt er að segja að Alberto Moreno hafi komið manna mest á óvart af leikmönnum Liverpool það sem af er þessarar leiktíðar. Hann lék þokkalega á fyrstu leiktíð sinni hjá Liverpool 2014/15 en svo hefur leiðin legið niður á við og á síðsutu leiktíð gekk hvorki né rak. Miðjumaðurinn James Milner var talinn vænlegri kostur sem vinstri bakvörður og svo virtist sem Spánverjinn væri búinn að vera hjá Liverpool. Hann var harðlega gagnrýndur af sparkspekingum og stuðningsmönnum Liverpool höfðu enga trú á honum Alberto fannst hann vera kominn á botninn en nú hefur brugðið til betri tíðar.
,,Mér gengur betur og ég er ánægðari. Ég myndi segja að ég hafi átt þokkalega góða leiktíð hingað til. Þetta er jafnvel besta leiktíð mín hingað til á ferlinum. Ég er að spila nærri mínu besta. Þetta er afrakstur mjög mikillar vinnu. Ég lagði mikið á mig á undirbúningstímabilinu með það að markmiði að berjast fyrir því að koma til baka."
,,Þetta gerði ég til að því ég vildi vera áfram hjá Liverpool sem ég tel eitt besta félag heimsins. Ef maður spilar vel þá er maður hamingjusamur utan vallar. Ég lifi fyrir Liverpool. Ég elska Liverpool. Ég vil alltaf vinna þegar ég klæðist rauðu treyju Liverpool."
Það var allt útlit á að Alberto Moreno myndi fara frá Liverpool í sumar. Jürgen Klopp sagði Spánverjanum meira að segja að nýr leikmaður myndi vera keyptur í stöðuna hans. Það var gert með kaupunum á Andrew Robertson en Skotinn hefur lítið spilað vegna þess að Alberto er eins og nýr maður.
,,Ég fékk mörg tilboð eftir síðasta keppnistímabil en ég vildi vera um kyrrt hjá hjá Liverpool. Klopp var mjög heiðarlegur í samskiptum sínum við mig. Hann agðist ekki getað lofað neinu og bætti við að hann ætlaði að fá vinstri bakvörð til félagsins. Síðasta leiktíð var skelfileg. Það voru stundir þar sem mér fannst ég vera algjörlega tilgangslaus og allt sem ég myndi taka mér fyrir hendur myndi mistakast. Ég komst í gegnum þessa erfiðu tíma þökk sé þrautseigju og dugnaði. Þú uppskerð eins og þú sáir."
Það er óhætt að segja að Alberto Moreno sé búinn að stinga upp í þá sem töldu hann vera búinn að vera hjá Liverpool. Hann er líka gott dæmi um hvað knattspyrnumaður getur gert með frábæru hugarfari og staðfestu. Sannarlega til fyrirmyndar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan