| Sf. Gutt

Daniel Sturridge kominn með 100 mörk!


Daniel Sturridge braut ísinn á móti Huddersfield Town í gær með geysilega mikilvægu marki. Þetta var tímamótamark því þetta var mark númer 100 á ferli hans með félagsliði.


Af þessum 100 mörkum hefur Daniel skorað 62 fyrir Liverpool en hann gekk til liðs við félagið í janúar 2013. Besta leiktíð hans hvað markaskorun varðar hjá Liverpool var 2013/14 en þá skoraði hann 24 mörk. Ekki er vafi á að hann væri löngu kominn yfir 100 ef meiðsladraugurinn hefði ekki elt hans langtímum saman.



Daniel hóf ferilinn hjá Manchester City þar sem hann lék 2006 til 2009. Þá fór hann til Chelsea þar sem hann spilaði til 2013. Hann lék um tíma sem lánsmaður hjá Bolton Wanderes árið 2011. Daniel skoraði sex mörk fyrir City og átta fyrir Bolton. Hjá Chelsea skoraði hann 24 sinnum. Hann varð enskur meistari með Chelsea 2010, vann FA bikarinn sama ár og aftur 2012. Hann var í sigurliði Cheslea sem vann Evrópubikarinn 2012.


Daniel Sturridge hefur leikið 28 landsleiki og skorað átta mörk. Hann skoraði tvö í fimm leikjum með Stóra Bretlandi á Ólympíuleikunum í London 2012. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan