| Sf. Gutt
Jürgen Klopp var nóg boðið eftir skelfilegan varnarleik Liverpool á Wembley á sunnudaginn. Hann sagðist myndu hafa getað komið í veg fyrir fyrsta markið í leiknum þó hann hefði verið á strigaskóm inni á vellinum!
Það skiljanlega þungt í Jürgen eftir leikinn og hann hafði greinilega orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikmenn sína. Hann sagði að það hefði verið farið mjög vel yfir lið Tottenham fyrir leikinn og eins átti skipulag Liverpool að halda. Allt hundi á upphafskafla leiksins og nú er talið að Jürgen og ráðgjafar hans muni gera mannabreytingar á vörninni fyrir leikinn á móti Huddersfield á laugardaginn.
Til álita gæti komið að setja Loris Karius eða jafnvel Danny Ward í markið. Nefnt hefur verið að Joe Gomez komi nú loksins inn í stöðu miðvarðar en það er sú staða sem honum er eiginlegt að spila. Trent Alexander-Arnold og Andrew Robinson gætu komið inn sem bakverðir.
Hvað sem verður ákveðið með varnaruppstillingu er ljóst að nú verða allir að taka sig saman í andlitinu og fara að standa undir nafni. Þetta er ekki boðlegt!
TIL BAKA
Hefði stoppað þetta á strigaskónum!

Það skiljanlega þungt í Jürgen eftir leikinn og hann hafði greinilega orðið fyrir miklum vonbrigðum með leikmenn sína. Hann sagði að það hefði verið farið mjög vel yfir lið Tottenham fyrir leikinn og eins átti skipulag Liverpool að halda. Allt hundi á upphafskafla leiksins og nú er talið að Jürgen og ráðgjafar hans muni gera mannabreytingar á vörninni fyrir leikinn á móti Huddersfield á laugardaginn.
Til álita gæti komið að setja Loris Karius eða jafnvel Danny Ward í markið. Nefnt hefur verið að Joe Gomez komi nú loksins inn í stöðu miðvarðar en það er sú staða sem honum er eiginlegt að spila. Trent Alexander-Arnold og Andrew Robinson gætu komið inn sem bakverðir.
Hvað sem verður ákveðið með varnaruppstillingu er ljóst að nú verða allir að taka sig saman í andlitinu og fara að standa undir nafni. Þetta er ekki boðlegt!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan