| Grétar Magnússon

Garcia og Hamann á Íslandi ?

Verið er að kanna áhuga á því að fá Luis Garcia og Dietmar Hamann til landsins til að tala um kraftaverkið í Istanbúl þegar Liverpool tryggði sér sinn fimmta Evrópubikar.

5Times eru samtök fyrrum leikmanna félagsins sem halda viðburði víða um heim þar sem vel þekktir leikmenn mæta og tala um afrek sín og liðsins.

Þeir félagar áttu auðvitað sinn þátt í sigrinum og þeir ræða um leið liðsins í úrslitaleikinn sem og auðvitað úrslitaleikinn sjálfan í þaula.  20. október er dagsetningin og staðurinn er að sjálfsögðu heimavöllur okkar, Spot í Kópavogi.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að smella hér og fylla út í formið sem er neðst á síðunni.  Ef nægar skráningar fást er ljóst að stuðningsmenn Liverpool á Íslandi munu eiga skemmtilegt kvöld í vændum.

https://5times.co.uk/Iceland
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan