| Sf. Gutt

Af Álfukeppninni


Þýsku heimsmeistararnir halda sínu striki í Álfukeppninni. Þeir eru komnir alla leið í úrslit eftir sigur á Mið Ameríkumeisturunum. Emre heldur áfram að spila vel. 

Þjóðverjar unnu góðan 4:1 sigur á Mexíkó í undanúrslitum nú í kvöld. Leon Goretzka skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili snemma leiks og Timo Werner bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik. Marco Fabian minnkaði muninn mínútu fyrir leikslok en Amin Younes skoraði þegar mínúta var kominn fram í viðbótartíma eftir undirbúning Emre Can. Sannfærandi sigur hjá Þjóðverjum. Emre lék mjög vel í þýska liðinu. 

Þjóðverjar mæta Síle í úrslitum en þeir unnu Portúgal eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert mark hafði verið skorað eftir framlengingu en Claudio Bravo, markmaður Manchester City, lokaði marki Síle í vítakeppninni. Hann varði þrjú víti Portúgala á meðan félagar hans skoruðu úr sínum fyrstu þremur. Ótrúleg markvarsla hjá Claudio. 

Þýskland og Síle leika til úrslita í Pétursborg á sunnudaginn. Portúgal og Mexíkó spila um þriðja og fjórða sæti keppninnar.



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan