| Sf. Gutt

Frábær tilfinning!


Það er búið að ganga á ýmsu hjá Daniel Sturridge á þessari leiktíð og eins og þær tvær síðustu hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla. En á móti West Ham United á sunnudaginn var hann sjálfum sér líkur. Stórhættulegur og skoraði mark sem kom Liverpool á réttu brautina og lagði grunn að stórsigri. Daniel hafði meðal annars þetta að segja í viðtali eftir leikinn.

,,Þetta er frábær tilfinning. Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur og sannkallaður stórleikur. Við mættum með rétt viðhorf í leikinn,vissum hvað við þurftum að gera og það var magnað að ná að vinna."

En hafði Daniel trú á að hann myndi skora þegar hann slapp einn í gegn?

,,Auðvitað. Það eru ákveðnir hlutir sem maður æfir ekki svo mikið og að komast einn í gegn er einn af þeim. Maður fær aldrei mikinn tíma en mér fannst ég vera snarpur. Það gladdi mig mikið að vera í byrjunarliðinu og geta lagt upp færi fyrir félaga mína. Eins og ég segi þá var þetta magnaður sigur."

,,Við sýndum hvað í okkur býr í dag. Við lögðum hart að okkur. Héldum boltanum vel. Gerðum einfaldlega allt sem framkvæmdastjórinn bað okkur um!"


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan