| Sf. Gutt
Joel Matip má fara að spila með Liverpool á nýjan leik. Óvissa hefur ríkt um hvort hann væri löglegur. Joel hefur verið meiddur síðustu vikur en eftir að hann náði sér af meiðslunum lögðu forráðamenn Liverpool ekki í að láta hann spila.
Ástæðan var sú, ef rétt er skilið, að forráðamenn Kamerún töldu að hann mætti ekki spila með félagsliði sínu fyrst hann gaf ekki kost á sér í landsliðið fyrir Afríkukeppnina. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró lappirnar í að úrskurða af eða á og þetta átti við um fleiri leikmenn sem voru í sömu stöðu og Joel. Óvissa er búin að ríkja í viku eða svo en núna er loksins búið að gefa Joel grænt ljós á að spila.
Joel Matip er því leikfær á nýjan leik og má búast við því að hann komi fljótlega inn í liðshóp Liverpool.
TIL BAKA
Joel má spila á nýjan leik

Ástæðan var sú, ef rétt er skilið, að forráðamenn Kamerún töldu að hann mætti ekki spila með félagsliði sínu fyrst hann gaf ekki kost á sér í landsliðið fyrir Afríkukeppnina. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró lappirnar í að úrskurða af eða á og þetta átti við um fleiri leikmenn sem voru í sömu stöðu og Joel. Óvissa er búin að ríkja í viku eða svo en núna er loksins búið að gefa Joel grænt ljós á að spila.
Joel Matip er því leikfær á nýjan leik og má búast við því að hann komi fljótlega inn í liðshóp Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan