| Sf. Gutt
Það er líklega öllum fyrir bestu að Mario Balotelli finni sér annað félag. Hann hefur í allt sumar verið orðaður við hin og þessi félög en jafnharðan hafa umrædd félög borið sögusagnirnar til baka. En nú ber svo við að hugsanlegt er að umboðsmaður Ítalans hafi fundið honum félag.
Franska félagið Nice mun hafa í alvöru áhuga á að fá framherjann í sínar raðir. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort af vistaskiptum verður og Frakkarnir vilja tryggja að Mario ætli sér að leggja sig fram. Mario hefur æft með Liverpool í sumar og ekkert komist nærri aðalliðinu og spilaði ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu. Upp á síðkastið hefur hann æfr með ungliðum félagsins.
TIL BAKA
Fer Mario til Frakklands?

Það er líklega öllum fyrir bestu að Mario Balotelli finni sér annað félag. Hann hefur í allt sumar verið orðaður við hin og þessi félög en jafnharðan hafa umrædd félög borið sögusagnirnar til baka. En nú ber svo við að hugsanlegt er að umboðsmaður Ítalans hafi fundið honum félag.

Franska félagið Nice mun hafa í alvöru áhuga á að fá framherjann í sínar raðir. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort af vistaskiptum verður og Frakkarnir vilja tryggja að Mario ætli sér að leggja sig fram. Mario hefur æft með Liverpool í sumar og ekkert komist nærri aðalliðinu og spilaði ekki einn einasta leik á undirbúningstímabilinu. Upp á síðkastið hefur hann æfr með ungliðum félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan