| Sf. Gutt

Sadio meiddur


Sadio Mané meiddist á öxl á æfingu í fyrradag. Óttast var að hann hefði meiðst alvarlega en svo mun ekki hafa verið en hann verður samt ekki með á laugardaginn þegar Liverpool fer í heimsókn til Burnley.

Það er auðvitað slæmt að Sadio hafi meiðst en bót í máli að hann verður líklega ekki lengi frá. Sadio fór á kostum í fyrsta leik sínum með Liverpool og skoraði í 3:4 sigrinum á Arsenal um síðustu helgi. Vonandi reynist rétt að hann verði fljótlega aftur kominn til leiks.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan