| Sf. Gutt

Joe Allen í úrvalsliði Evrópumótsins


Úrvalslið Evrópumótsins var valið að loknu mótinu. Liverpool á fulltrúa í liðinu en miðjumaðurinn Joe Allen var valinn eftir að hafa farið á kostum í liði Wales sem komst í undanúrslit. Þetta er geysilega mikill heiður fyrir Joe og eins fyrir Wales sem átti líka Aaron Ramsey í liðinu.

Svona er úrsvalsliðið skipað: Rui Patrício (Portúgal); Joshua Kimmich (Þýskalandi), Jérôme Boateng (Þýskalandi), Pepe (Portúgal), Raphaël Guerreiro (Portúgal); Toni Kroos (Þýskalandi), Joe Allen (Wales); Antoine Griezmann (Frakklandi), Aaron Ramsey (Wales), Dmitri Payet (Frakklandi) og Cristiano Ronaldo (Portúgal). Liðinu er stillt upp eftir kerfinu 4-2-3-1.

Eftir síðasta Evrópumót í Úkraínu og Póllandi árið 2012 var Steven Gerrard valinn í úrvalslið mótsins. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan