| Heimir Eyvindarson
„Það er mikilvægt að við minnumst þess í kvöld hversu mikið við höfum lagt á okkur í vetur", sagði Klopp um leið og hann safnaði leikmönnum og starfsliði út á dansgólfið. „Fyrir tveimur tímum fannst okkur veröldin vera að hrynja, nú líður okkur aðeins skár. Við munum spila í mörgum fleiri úrslitaleikjum, þetta er bara byrjunin. Nú skulum við skemmta okkur saman", sagði stjórinn og byrjaði að kyrja We are Liverpool tra la la la la - og fékk alla til að taka undir.
Klopp leggur mikið upp úr því að menn dvelji ekki of mikið við tapleiki, heldur rífi sig upp og haldi áfram að berjast og trúa. Eftir tapið gegn Villareal úti mun hann hafa slegið upp veislu og frægt er þegar leikmönnum og starfsliði félagsins var gert að mæta í jólagleði eftir tapið pínlega gegn Watford í desember.
Í sms skilaboðum sem hann sendi til allra fyrir jólagleðina stóð: „Hvað sem við gerum, þá gerum við það vel. Í kvöld þýðir það að skemmta okkur vel saman." Hann skipaði öllum, bæði leikmönnum og starfsfólki, að mæta og dansa til klukkan eitt eftir miðnætti. Sjálfur var hann á dansgólfinu allan tímann ásamt konu sinni og sló hvergi af í söng og dansi.
TIL BAKA
Skipaði mönnum að skemmta sér og skellti upp veislu
Eftir tapið gegn Sevilla í úrslitum Evrópudeildarinnar sló Liverpool upp veislu á hóteli sínu í Basel. Jürgen Klopp leiddi hópinn í söng og dansi og skipaði öllum að taka þátt.
„Það er mikilvægt að við minnumst þess í kvöld hversu mikið við höfum lagt á okkur í vetur", sagði Klopp um leið og hann safnaði leikmönnum og starfsliði út á dansgólfið. „Fyrir tveimur tímum fannst okkur veröldin vera að hrynja, nú líður okkur aðeins skár. Við munum spila í mörgum fleiri úrslitaleikjum, þetta er bara byrjunin. Nú skulum við skemmta okkur saman", sagði stjórinn og byrjaði að kyrja We are Liverpool tra la la la la - og fékk alla til að taka undir.
Klopp leggur mikið upp úr því að menn dvelji ekki of mikið við tapleiki, heldur rífi sig upp og haldi áfram að berjast og trúa. Eftir tapið gegn Villareal úti mun hann hafa slegið upp veislu og frægt er þegar leikmönnum og starfsliði félagsins var gert að mæta í jólagleði eftir tapið pínlega gegn Watford í desember.
Í sms skilaboðum sem hann sendi til allra fyrir jólagleðina stóð: „Hvað sem við gerum, þá gerum við það vel. Í kvöld þýðir það að skemmta okkur vel saman." Hann skipaði öllum, bæði leikmönnum og starfsfólki, að mæta og dansa til klukkan eitt eftir miðnætti. Sjálfur var hann á dansgólfinu allan tímann ásamt konu sinni og sló hvergi af í söng og dansi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan