| Heimir Eyvindarson
Danny Ings verður að öllum líkindum frá út leiktíðina eftir að hafa slitið krossband í hné á æfingu í gær.
Það á ekki af okkar mönnum að ganga. Í gær bárust fréttir af því að Joe Gomez hefði slitið krossbönd í hné og yrði ekki meira með á leiktíðinni og nú bætist Danny Ings í hópinn.
Ings tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu undir stjórn Jurgen Klopp, en Ings var á ferðalagi með enska landsliðinu um helgina. Hann varð fyrir lítilsháttar hnjaski á æfingunni, að því er virtist, en skoðun í morgun leiddi hið skelfilega í ljós. Samkvæmt fréttum Liverpool Echo er reiknað með að hann verði frá í 6-9 mánuði.
Þetta er vitanlega gríðarlegt áfall fyrir Ings og ekki síður Liverpool liðið því hann hefur verið einn sprækasti maður liðsins það sem af er leiktíðar.
TIL BAKA
Danny Ings meiddur!
Danny Ings verður að öllum líkindum frá út leiktíðina eftir að hafa slitið krossband í hné á æfingu í gær. Það á ekki af okkar mönnum að ganga. Í gær bárust fréttir af því að Joe Gomez hefði slitið krossbönd í hné og yrði ekki meira með á leiktíðinni og nú bætist Danny Ings í hópinn.
Ings tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu undir stjórn Jurgen Klopp, en Ings var á ferðalagi með enska landsliðinu um helgina. Hann varð fyrir lítilsháttar hnjaski á æfingunni, að því er virtist, en skoðun í morgun leiddi hið skelfilega í ljós. Samkvæmt fréttum Liverpool Echo er reiknað með að hann verði frá í 6-9 mánuði.
Þetta er vitanlega gríðarlegt áfall fyrir Ings og ekki síður Liverpool liðið því hann hefur verið einn sprækasti maður liðsins það sem af er leiktíðar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro!
Fréttageymslan

