| Sf. Gutt
Daniel Sturridge er kominn á ról og farinn að æfa á Melwood. Hann var dreginn út úr leikmannahópi Liverpool í apríl og hefur alla tíð síðan verið í læknismeðferð, farið í aðgerð og svo hefur vandleg endurhæfing farið fram. Stærstur hluti þessa ferlis fór fram í Ameríku og segja má að allt hafi verið lagt í sölurnar til að koma Daniel út úr þeim meiðslavítahring sem hann var kominn í.
Daniel spilaði ekkert frá því í ágúst í fyrra og fram í lok janúar á þessu ári. Hann kom þá til baka og þrátt fyrir að skora nokkur mörk náði hann sér aldrei almennilega á strik og það endaði með því að ákveðið var að reyna að komast fyrir meiðslin. Vonandi nær Daniel nú heilsu á nýjan leik því það er ekki nokkur vafi á því að fullfrískur er hann einn besti sóknarmaður í Evrópu. Liverpool hefur saknað hans sárt og nú verður hann að komast í gang. Gengi Liverpool á þessu keppnistímabili gæti mikið til ráðist af því hvort Daniel kemst aftur til leiks af fullum krafti!
TIL BAKA
Daniel farinn að æfa

Daniel Sturridge er kominn á ról og farinn að æfa á Melwood. Hann var dreginn út úr leikmannahópi Liverpool í apríl og hefur alla tíð síðan verið í læknismeðferð, farið í aðgerð og svo hefur vandleg endurhæfing farið fram. Stærstur hluti þessa ferlis fór fram í Ameríku og segja má að allt hafi verið lagt í sölurnar til að koma Daniel út úr þeim meiðslavítahring sem hann var kominn í.

Daniel spilaði ekkert frá því í ágúst í fyrra og fram í lok janúar á þessu ári. Hann kom þá til baka og þrátt fyrir að skora nokkur mörk náði hann sér aldrei almennilega á strik og það endaði með því að ákveðið var að reyna að komast fyrir meiðslin. Vonandi nær Daniel nú heilsu á nýjan leik því það er ekki nokkur vafi á því að fullfrískur er hann einn besti sóknarmaður í Evrópu. Liverpool hefur saknað hans sárt og nú verður hann að komast í gang. Gengi Liverpool á þessu keppnistímabili gæti mikið til ráðist af því hvort Daniel kemst aftur til leiks af fullum krafti!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!
Fréttageymslan