| Sf. Gutt
Danny Ings lék sinn fyrsta opinbera leik með Liverpool á dögunum þegar liðið steinlá 0:3 á heimavelli fyrir West Ham United. Honum fannst frábært að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool en vill samt gleyma leiknum.
,,Frá mínum bæjardyrum séð var frábært að spila í fyrsta sinn fyrir hönd félagsins en á sama tíma vil ég gleyma leiknum. Stuðningsmennirnir mega eiga það að þeir tóku mér frábærlega þegar ég kom inn á í stöðunni 0:2 og við manni færri. Ég var mjög ánægður með móttökur þeirra."
Danny hafði ekkert spilað í fyrstu þremur leikjunum en er að leggja hart að sér á æfingum til að komast í liðið.
,,Ég mæti á hverjum degi og legg hart að mér. Eins og allir vita þá er fullt af góðum leikmönnum hérna sem hafa verið keyptir fyrir háar upphæðir. Með fullri virðingu fyrir Burnley þá var það risastórt skref fyrir mig að koma hingað til Liverpool. Ég vissi því að ég yrði að vera þolinmóðari en hinir sóknarmennirnir sem við höfum hérna."
Danny Ings þótti vera einn skásti leikmaður Liverpool gegn West Ham eftir að hann kom inn á og framganga hans lofar góðu.
TIL BAKA
Gaman að spila en vill gleyma leiknum

,,Frá mínum bæjardyrum séð var frábært að spila í fyrsta sinn fyrir hönd félagsins en á sama tíma vil ég gleyma leiknum. Stuðningsmennirnir mega eiga það að þeir tóku mér frábærlega þegar ég kom inn á í stöðunni 0:2 og við manni færri. Ég var mjög ánægður með móttökur þeirra."
Danny hafði ekkert spilað í fyrstu þremur leikjunum en er að leggja hart að sér á æfingum til að komast í liðið.
,,Ég mæti á hverjum degi og legg hart að mér. Eins og allir vita þá er fullt af góðum leikmönnum hérna sem hafa verið keyptir fyrir háar upphæðir. Með fullri virðingu fyrir Burnley þá var það risastórt skref fyrir mig að koma hingað til Liverpool. Ég vissi því að ég yrði að vera þolinmóðari en hinir sóknarmennirnir sem við höfum hérna."
Danny Ings þótti vera einn skásti leikmaður Liverpool gegn West Ham eftir að hann kom inn á og framganga hans lofar góðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vann öll skallaeinvígi í leiknum -
| Sf. Gutt
Joel Matip alvarlega meiddur -
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann
Fréttageymslan